Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XV.6 – Stórir karlar falla hátt

Annari mótaröðinni, á XV tímabilinu, var slúttað í góðu yfirlæti hjá Robocop. Ekki svo langt síðan við hittumst í fyrsta skiptið hjá honum sem endaði í blaðagrein 😉

Bjór(stig)

Engar fórnir voru til Bjóguðanna í kvöld…enda var annar þeirra fjarverandi í ólgusjó viðskiptalífsins. En þrátt fyrir það nældu tveir sér í bjórstig á kvöldinu…og gott ef þetta eru bara ekki hamingjusömustu menn sem hafa fengið bjórstig af myndum að dæma.

Með því eru Mikkalingurinn og Lucky með 3 bjórstig og Kapteininn og Bensi fylgja fast á eftir með 2 og síðan þrír með eitt stig.

Stórir karlar falla hátt 

Spil

Spilað var á tvemur borðum…allir Bjólfsmeistarar lentu á öðru borðinu en sökum hæðarmunar var það borð kallað lágborðið þar sem hitt borðið (sem var reddað á síðustu stundu með góðum dúkkum og plötu) var veglegt og gnæfði vel yfir og því kallað háborðið 🙂

Robocop var ekki að fá mikið á nýja heimavellinum eða af háborðinu, gæti þurft að spila hann aðeins til 😉 en hann tók að sér að vera fyrstur út.

Hobbitinn hékk ekki lengi í þetta sinn og var næstur út…annar maðurinn af háborðinu.

Hr. Huginn var næstur…frá háborðinu…og það var bara ljóst að háborðið var sannkallað hákarlaborð.

Það eru bara kóngar við þetta borð…eða þrjár drottningar

Heimsi var fjórði maður út…frá háborðinu…og því sameinað á lokaborð.

Fold…nei…jú 🤣

Spaða Ásinn var næstur út…í síðasta spili á lágborðinu, þannig að hann missti af lokaborðinu og eini sem datt út af lágborðinu 😉

Lokaborðið

Húnninn fékk að verða fyrsti maður frá lokaborðinu…þrátt fyrir að hafa yfirleitt átt eitthvað (pör eða hús) þegar aðrir áttu ekkert þá fór það ekki lengra að sinni.

Fullt hús…það er bara þannig, þetta er ekki flókið

Bótarinn hafði tekið Hobbitann og hangið á nefhárunum megnið af kvöldinu…meira að segja lifði hann af flutning á háborðið…en þegar hann átti einn spilapening eftir og þurfti tvo til að vera stór blindur þá endaði ferðalagið hans í kvöld.

Kapteininn lét leik lokið…hann var búinn að vera að keppast við að reyna að ná sér á strik en fór ekki lengra.

Iðnaðarmaðurinn tók búbblusætið og rétt missti af verðlaunum…en er á ágætis skriði og jafnvel til alls líklegur? (sjá nánari hugleiðingar í Staðan fyrir neðan).

Hvað er núna?…”Það er bara enn póker! Eða viltu skipta yfir í rommí?”

Lucky náði að redda sér fyrir horn á lokaboðinu og troða sér uppí verðlaunasæti og skilja svilana eftir í lokarimmunni.

Mikkalingurinn heyrði ekki betur en annað sætið 😉

Lomminn þakkaði sigurinn seinkun á flugi þar sem hann hafði ekki tíma til að koma sér í óspilahæft ástand 😉

Staðan

Lucky leiðir nú Bjólfsmeistarakeppnina 2025 með 5 stigum á Kapteininn og hafa þeir tveir mætt á öll móti.

Bótarinn er hins vegar aðeins 2 stigum á eftir Kapteininum og ennþá líklegur til að jafna árangur síðasta árs þegar hann stóð uppi sem sigurvegari án þess að mæta á öll mót.

Iðanaðarmaðurinn er síðan aðeins 2 stigum á eftir Bótaranum og búinn að vera á jafnri siglingu (þrátt fyrir að hafa misst af einu móti eins og Bótarinn) og spurning hvort hann ætli að blanda sér í titilslaginn líka?

Síðasta mótaröðin byrjar á næsta móti…tvö heimakvöld eftir og síðan bústaður…hverjir munu berjast um Bjólfsmeistarann 2025 og hverjir munu tryggja sér bjórinn, það eru æsispennandi kvöld framundan á þessu 15. tímabili Bjólfs og allt verður ljóst eftir þrjá mánuði.

Skila eftir athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…