XV. Bjórguðinn 🍻

Kapteinn kom, sá og sigraði bjórinn í fyrra með því að landa bjórstigi á lokamótinu og stinga aðra af með einu einasta stigi. Þar með jafnaði hann metið í Bjórguðunum með því að taka titilinn í fjórða sinn og stíga upp að hlið Lucky og Timbrsins.
En Kapteininn hefur það fram yfir þá að hafa aldrei deilt sínum vinningum með neinum – hann hefur ávallt setið einn á stóli Bjórguðsins og notið bæði guðatitilsins og allra þeirra bjórfórna sem aðrir hafa verið skyldugir að færa.
Nú hefst nýtt tímabil, og menn hafa því heilt ár til að færa Bjórguðinum fórnir sínar. Þeir sem vanrækja skyldur sínar ættu þó að vera á varðbergi – því Böðull Bölsins á það til að elta menn á röndum sem ekki hafa gert upp við bjórguðinn, brjóta bestu hendur þeirra og kveða niður drauma sem virtust tryggðir.
Svo er um að gera að vera með fórnirnar á hreinu og vona að Gyðja Gæfunnar fari mjúkum höndum um ykkur og gefi gæfu að fá bjórhöndina og jafnvel bjórstig í safnið. Sjáumst á föstudaginn og sjáum hver byrjar að safna bjórstigum 🍻
Can you be more specific about the content of your article? After reading it, I still have some doubts. Hope…