Bjórkeppnin í fullum gangi
7♠2♥-keppnin er í fullum gangi. Logi náði einu bjórstigi með sigri á höndinni í síðasta móti og komst þar með uppfyrir Kára.
Killerinn þarf því að vinna upp forystuna til að komast aftur á toppinn, en hann hefur hitt þetta nokkuð vel miðað við að hafa misst af 3 kvöldum á þessu tímabili…þannig að hann er til alls líklegur…heimavöllurinn gæti reynst honum vel á föstudaginn.
En það má aldrei afskrifa SÁÁ síðasta árs sem jafnaði Killerinn með 2 stig með því að ná einu bjórstigi síðast.
Það eru enn tvö kvöld eftir og allt getur gerst í þessari keppni og allir muna líklega hversu margar bjórhendur náðu sigri í síðasta bústað, þannig að það er ekkert gefið fyrr en 5. lota er búin í bústaðnum.
Samkvæmt upplýsingum í bókhaldinu eru Timbrið & Heimsi enn ekki búnir að gera upp sínar skuldir við SÁÁ…ég geri ráð fyrir að menn þurfi ekki að láta minna sig á þetta aftur og heiðri Pusa með góðum gjöfum við fyrsta tækifæri.
Ég mun gera upp mínar sakir í kvöld.