Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bósi mætir með látum

Bósi mætir með látum

10 Bjólfsmenn mættu til Lucky í gærkvöld og áttu góða stund saman á meðan rigning og rok léku um landið.

Bjór & bjórstig
Enn voru bjórar á krana sem menn náðu að smakka á annað pókerkvöldið í röð og tókst að klára úr báðum kútunum þannig að nú þarf að leggja í meira 😉 Takk fyrir hjálpina að klára þá =)

2 bjórstig mættu í hús hjá Lucky og Bótaranum og leiðin Mikkalinguinn með 2 stig en sex aðrir eru þá með 1 stig þegar að aðeins 3 kvöld eru eftir á tímabilinu.

Baráttan
Iðanaðarmaðurinn játaði sig fyrstur sigraðan og því ljóst að aðrir gæti saxað á forskot hans í Bjólfsmeistarakeppninni…og varð það niðurstaðan.
Nágranninn var næstur og náði ekki að halda góða genginu í 2. mótaröðinni alveg út og ljóst að aðrir gátu því tekið mótaröðina af honum…og varð það niðurstaðan.
Þá var sameinað á lokaborð og Heimsi næstur út. Spaða Ásinn hafði varla lokið að segja að hann hefði náð markmiðum kvöldsins þegar að hann var dottinn út. Bótarinn og Timbrið fóru út saman og Lucky tók bubble sætið.
Pusi fór næstur enda átti hann lítið af chippum til að keppast við Bósa og Mikkalinginn sem tókust á í lokarimmu kvöldsins.

Lokarimman
Þetta kvöld spilaðist nokkur hratt fyrir sig og þegar komið var að lokarimmunni voru blindir rétt að skríða í 500/1000 og óljóst hvort þetta myndi einhverntíman enda….en á endanum tók Bósi fyrsta sigurinn á tímabilinu, góð innkoma hjá honum með sigur á fyrsta kvöldinu sínu í 2. mótaröðinni.

2. mótaröðin
Mikkalingurinn náði að sigra mótaröðina eftir að hafa verið í 4. sæti fyrir þetta kvöld og þar með því að sigra þá sem voru á undan (og sumir þeirra duttu snemma út) tryggði hann sér sigur í mótaröðinni.

Bjólfsmeistarakappnin
Mikkalingurinn skreið 2 sigum framúr Iðnaðarmanninum með sigrinum en ekki er búið að telja inn breytingar á stigatöflunni fyrir OPEN mótið…enn verið að ákveða hvort það bíður bara bústaðs 😉

Staðan
Nánar um stöðuna á stigatöflunni.

Takk fyrir frábært kvöld, gaman að fá menn heim í slagveðrinu. Næsta mót er eftir 3 vikur og Bósi sagðist jafnvel getað boðið heim…

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…