Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Er Bótarinn bestur?

Sögustund hjá Hobbitanum


5 ára afmælinu var fagnað hjá Bósa í gær og var splæst í veislumat sem borinn var fram á fínasta stelli og allir í sínu fínasta pússi.

Massinn þótti einn af þeim sem tóku sig vel út í fínu fötunum, enda ekki annað hægt þegar menn klæðast sérsniðnum fötum sem eru þar að auki merkt honum, það er klassi á honum sem verður ekki af honum tekinn.

Er borðið farið að halla?

Killerinn þegar hann var farinn að safna chippum í upphafi kvölds

Þrátt fyrir góðan klæðaburð var það ekki að hjá Massanum og stóð hann fyrstur upp frá borðinu. Iðnaðarmaðurinn fygldi fast á eftir og síðan duttu menn út með um 15 mínútna millibili þar til að 4 voru eftir að berjast um að ná inní verðlaunasætin: Bótarinn, Mikkalingurinn, Pusi og Hobbitinn.
Eftir meira en klukkutíma var það Hobbitinn sem tók bubble sætið og fauk líklega aðeins í hann því að chippar fuku amk út um allt 😉
Stuttu síðar tók Pusi 3ja sætið og Mikkalingurinn fylgdi fast á eftir þar sem ekkert virtist geta stoppað Bótarann sem er búinn að vera á góðri siglingu eftir að hafa tekið eitt slæmt mót í síðustu mótaröð.

Bjólfsmeistarakeppnin
Tveir sigrar í röð hjá Bótaranum og þar með tekur hann forystuna í Bjólfsmeistarakeppninni sem verður að teljast mjög góður árangur hjá honum þegar litið er til þess að hann hefur sleppt einu móti á tímabilinu.

Tékkað á stöðunni á Massaborðinu

Bjór
4 gerðu upp bjórinn og það virðist hafa hitað eitthvað undir Bjórguðinum því 4 bjórstig komu inn í kvöld. Bótarinn tók eitt og er því kominn með 2 en Timbrið heldur enn forystunni með 3 stig.
Killerinn, Iðnaðarmaðurinn og Bósi náðu sér allir í stig. Bósi hafði sérstaklega gaman af því að fá sjöu-tvist í fyrsta skiptið fyrr um kvöldið en náði ekki að nýta sér það en fékk svo loksins fyrsta stigið sitt (gott ef það var ekki bara í næstu hönd).

Fullt af myndum frá kvöldinu. Massinn stóð sig vel að smella af og senda á hópinn =)

4 Comments

  1. Bósi átti líka nokkur “góð” móment (hann vildi kalla þau “vandræðaleg”) þegar við settumst í mini cash spil á Massaboðinu síðar um kvöldið…segjum frá því næst við sem vorum þarna…jafnvel hann segi frá því sjálfur 😉

  2. Hvernig er með “Halifax” nú þegar 5 ár eru liðin frá stofnun klúbbsins? Er enn hugur í mönnum að fara út í ár?

    • Góð spurning…ég er amk með 5þ kall á mánuði eyrnamerktan í þetta síðan fyrir ári síðan.

      Spurning hvort að einhver sjái síðan um að skipuleggja þetta?

    • Spurning hvort það verði Halifax eða eitthvað annað…mig langar á Octóberfest 😉

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…