Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bótarinn bítur frá sér

IMG_7380
10 Bjólfsmenn settur niður við spil í hæstu hæðum hjá Bóndanum á föstudaginn og var spilað á tvemur borðum þar sem Formaðurinn harðneitar að setja 10 manns við eitt borð…þá nást bara of fáar hendur fyrir hlé 😉

Mikkalingurinn var með forystu í mótaröðunni og kom ákveðinn í að taka áhættur og ná þannig góðum stafla í upphafi…það endaði nú ekki betur en að hann keytpi sig tvisvar inn en náði að sitja eftir með einn chip fyrir hlé til að geta fyllt upp. Lucky tók fyrsta pott kvöldsins og síðan var lítið að frétta og skellti hann sér líka í tvö re-buy.
Eftir hlé byrjuðu menn að detta út eins og flugur. Hobbitinn hékk ekki lengi þetta kvöldið og var fyrstur út. Timbrið var næstur stuttu seinna og þá var ljóst að hann myndi ekki taka sigur í mótaröðinni og spennan að magnast.
Sameinað var á borð og þegar að Iðnaðarmaðurinn datt út var ljóst að Mikkalingurinn var með sigurinn vísan var honum mikið létt þar sem Robocop gat ekki komist frammúr honum og aðrir sem voru í toppbaráttuni voru ekki á staðnum.
Massinn tók Hobbitann og hékk eins og hann gat en endaði síðan fjórði maður út.
Robocop fylgdi á eftir skömmu seinna og ekki langt þangað til að Bóndinn stóð upp frá borðinu.
Mikkalingurinn var næstur og Lucky tók bubble sætið þannig að lokarimman var á móti Bótarans og Bósa sem er loksins mættur aftur í sína gamla formi við borðið.
Þeir félaga voru nokkuð jafnir en Eiki missti mikinn hluta yfir til Bósa í upphafi. Leikar enduðu þó þannig að Bótarinn vann sig aftur inn og hafði sigur.

Bjór
Bóndinn borgaði bjórinn sinn og náði sér einnig í eina bjórstig kvöldsins og er hann þá kominn með eitt stig en Timbrið enn með góða forystu með 3 stig.

Stigataflan
Það er margt áhugavert á stigatöflunni og ánægjulegt að sjá hvað verlaunaféið er að dreifast nokkuð jafnt á milli, enginn með neina yfirburðaforystu eftir þessi sex mót þó svo að sumir hafi ekki náð að raka neinu inn…enn nóg af kvöldum og vinnum eftir fyrir menn að næla sér í.
Meðtalasskor er hæðst hjá þeim sem hafa sjaldnast mætt (Gummi nágranni, Killerinn & Pusi)…spurning hvort þeir væru að rúlla þessu upp ef þeir væru ofar á staðnum?
Bótarinn og Mikkalingurinn hafa báðir misst af kvöldi og Killerinn hefur aðeins mætt á helming kvölda en er samt hærri en margir.

Bjólfsmeistarakeppnin
Með þessum sigri reif Bótarinn sig vel upp í keppninni um Bjólfsmeistarann eins og sjá má á línuritinu fyrir Bjólfsmeistarakeppnina 2015 þar sem hann er nú kominn í hælana á Timbrinu sem er 5 stigum á eftir Lukku Láka sem tók sig aðeins saman í andliti eftir slakt gengi í síðustu 2 spilum.
Robocop er á stöðugri siglingu og til alls líklegur en Hobbitinn náði ekki að halda fluginu sem hann var á og Killerinn færist ekkert ofar með því að mæta ekki. Þannig að eins og er virðist þetta vera 4 manna barátta um meistaratiltilinn í ár og nú er bara lokamótaröðin eftir…4 kvöld sem munu öll skipta miklu máli og vonandi verður þetta enn hörku keppni þegar að við mætum í bústað og aldrei að vita nema að fleiri ná að blanda sér í baráttuna.

Nokkrar myndir

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…