Bótarinn tekur forystu
Það virðist enginn ná að stoppa Bótarann sem er á siglingu. Lomminn mætti ekki þannig að þúsarinn fór á Pusa sem átti ágætis kvöld. Hann hefur aðeins mætt á 5 kvöld á tímabilinu en er kominn í 6. sætið og fræðilega á hann möguleika á að sigra Bjólfsmeistarann ef allir mæta í bústaðinn, Bótarinn verður fyrstur út og hann sigrar =)
En samt sem áður er hann í góðri stöðu á síðustu mótaörðinni aðeins stigi á eftir Bótaranum sem hefur tekið forystu þar líka. Pusi stendur með 8.2 í meðalstig fyrir kvöld sem er hæðsta skor á eftir Lommanum sem situr enn á toppnum með 10 eftir eina kvöldið sem hann hefur mætt á 😉
En ekki er nóg með að Eiki Bót sé með forystuna í síðustu mótaröðinni heldu er hann kominn með góða forystu í Bjólfsmeistarakeppninni uppá 6 stig og í 2. sæti eru nú Timbrið og Mikkalingurinn. Þannig að þeir Eiki & Jón eru heldur betur að standa sig í ár…en spurning hvort að einhver nær að skáka Bjólfsmeistaranum 2012. Það er ljóst að hann er heitur og ætlar ekki að leyfa neinum að taka það sæti án baráttu. Mikkalingurinn og Timbrið þurfa því að ná að standa sig og auk Pusa sem á færðilega möguleika eiga líka Lukku Láki & Robocop möguleika á því að næla í sigur ef allt lendir rétt…en þar er ólíklegt að þeir nái á toppinn frekar en Pusi (sem þó hefur góðar möguleika á að sigra mótaröðina)
Sjá nánar stöðuna á stigatöflunni
Bjór
Enn eiga nokkrir eftir að gera upp bjórinn sinn og vonandi gera menn það fyrir bústaðinn. Einnig er einn sem á eftir að gera upp árgjaldið og það klárast nú vonandi hjá honum áður en við hittumst í bústaðnum eftir 3 vikur 😉
Eitt bjórstig skilaði sér í hús í kvöld og það var Bótarinn sem tók það. Svakaleg hönd þar sem hann blöffaði og fékk Timbrið til að folda á móti ég og taka sætan sigur og bjórstig. Hann jafnaði þar með Timbrið í bjórkeppninni þar sem þeir eru nú báðir með 3 stig og líta vel út…spurning hvort annar þeirra nær að taka stig í bústaðnum og stela sigrinum í lokin.
Hendur kvöldins
Fullt af góðum höndum var að koma í kvöld…ásaparið lét sjá sig og hin og þessi pör og nóg var af öllu. Royal Flush lét líka sjá sig í hliðarmóti einmitt stuttu eftir að orð hafði verið haft að sú hönd hefði nú lítið látið sjá sig hjá okkur.
Lukku Láki var ekkert sérstaklega heppinn og heimavöllurinn gerði ekkert fyrir hann í kvöld. Fyrstu út og ekki jafn heppinn og oft áður.
Iðnaðarmaðurinn fylgdi á eftir honum. Því næst Timbrið, Robocop og Pusi sem tók bubble sætið.
Mikkalingurinn þurfti að játa sig sigraðan fyrir Bótaranum.
Góðu kvöldi lokið og nú er aðeins bústaðurinn eftir…3 vikur til stefnu.
Takk fyrir gott kvöld eins og alltaf og sjáumst innan skamms =)
Gott kvöld…verst hvað ég segist vera “saddur”…helv. væl og vitleysa 😉