Iðnaðarmaðurinn kom, sá & sigraði
Tímabilinu var slúttað á viðeigandi hátt með lokaspili í bústað eins og vaninn er. Þetta var sannkölluð sælkeraför og ekkert nema eintóm skemmtun út í gegn. Eins og einn góður komst að orði þegar við vorum mættir í bústaðinn “Djöfullinn, ég trúi ekki að það sé komið að þessu…nú verður þetta búið áður en við vitum af” 😉 En það er gott til þess að vita að það er stutt í að nýtt tímabil hefst eftir sumarfrí…en aftur að bústaðnum.
Á föstudeginum var Stofnandinn sóttur í einaþotuna og brunað beint til fundar við Formanninn. Planið var að stoppa og ræða málin yfir mat en designated driver-inn var nú ekki alveg á því og í staðin var brunað af stað. Smá stopp hjá Heimsa og nýja slotið hans skoðað áður en við héldum alla leið í bústaðinn og byrjuðum að kynda upp í pottinum.
Matsseðill föstudagskvöldsins var Humar a la Andri og þrátt fyrir að allir átu sig pakkaða af humri sá varla högg á vatni á því sem greifinn mætti með fyrir félagana…en reyndar náðu nú ekki allir að mæta í mat 😉 Stutt spil voru tekin, sjómenn voru á borðum og ónefnt einvígi þar verður efniviður í góðar sögur um ókomin ár 😉
Brunch kónganna fór strax í undirbúning um “morguninn” og tók góðan tíma að gera allt klárt og náðu fleir að bætast í hópinn. Morgunmaturinn var sælkeraveisla og gengur allir saddir & sælir frá því borði.
Eftir næringu var frumflutningur á Bjólfsmenn spila og síðan fóru fram afhendingar á nýjum bolum, armböndum & plöttum sem að Iðnaðarmaðurinn á sérstakan heiður á. Formaðurinn fékk líka viðurkenningarskjöld fyrir vel unnin störf =)
Sest var við síðasta spil tímabilsins í kjölfarið með smá pásu þegar að síðust menn duttu í hús.
Bjórkeppnin var í fullum gangi en bara ein 7-2 skilaði inn stigi hjá Massanum en hann var 2 stigum á eftir Lucky Luke eins og Mikkalingurinn. Killerinn fékk höndina nokkrum sinnum en náði ekki að gera sér stig úr því. Lucky hefur því sigur í bjórkeppninni annað árið í röð.
Bósi var þreyttur þegar spilið var hafið og endaði fyrsti maður út. Það gaf Heimsa möguleikann á að komast uppfyrir Bósa með sigri sem hleypti skemmtilegu lífi í hann en ekki náði hann þó nógu langt til að ná því markmiði.
Lomminn átti nokkur snöpp þegar hann tapaði og fengu húsgögn aðeins að finna fyrir honum en síðan komst hann á mikla siglingu og þegar komið var á lokaborðið var hann með lang, lang, lang stærsta staflann fyrir framan sig. Ekkert hlé var tekið þ.s. undirbúningur á kvöldmat var ekki hafinn…líka til að tryggja að allir gætu klárað að spila 😉
Menn duttu út og voru almennt nokkuð sáttir. Mikkalingurinn tilkynnti alveg sérstaklega að hann væri sáttur þegar hann var allir inn á móti Killernum en þegar sá síðarnefndi tók hann út þá má nú deila um hvort hann hafi verið safn sáttur eins og hann hafði sagt rétt áður 😉
Lominn spilaði frá sér allan staflann og náði ekki að hanga á lengi en Hobbitinn stóð undir nafni og tók Hóbbitann á sinn litla bunka og hélt honum í 3ja sætið en þá var tekið stutt matarhlé áður en Killerinn og Iðnaðarmaðurinn hófu lokabaráttuna.
Maturinn var nautalund marineruð í humar sem allir gæddu sér af með bestu list og kláraðist allt upp til agna.
Þá var haldið beint áfram og farið í lokarimmuna. Þeir skiptust eitthvað á en Iðnaðarmaðurinn var með yfirhöndina og þegar Killerinn fékk Q♦Q♣ var hann allur inni á móti K♠3♠ hjá Iðnaðarmanninum.
K♥2♦K♣8♣9♦ gerði alveg út um sigurinn og nýr Bústaðameistari er Iðnaðarmaðurinn eftir góða spila- og eldamennsku um helgina…enda kom hann tvíelfdur eftir að verið fjarverandi í síðsta bústað 😉
Gleðin hélt svo áfram fram eftir kvöldi og nóttu.
Bjórsmeistarinn hélt titilum: Lucky Luke hafði 9 stiga forystu á Bótarann um nafnbótina og Killerinn var stutt þar á eftir þrátt fyrir að hafa misst af 2 kvöldum, sjá stigatöfluna um Bjófsmeistarann 2014 og yfirlit yfir tímabilið niður á kvöld.
Á sunnudagsmorgun var skellt í borgara sem var sérstaklega góð hugmynd þar sem var tryggt að allir hittust áður en haldið var heim eftir sérlega góða helgi í góðra vina hóp.
Takk hrikalega fyrir mig, þetta var magnað eins og alltaf.
Eina ástæðan fyrir að ég lét frá mér þessa yfirburðarstöðu var sú að mér fannst ósangjarnt að koma með flugi í lokamót ársins og hirða allt af ykkur malbiksaulunum 😉
Ah…það hlaut að vera einhver heiðarleg útskýring á þessu öllu saman 😉
Einmitt það hafði auðvitað ekkert með það að gera að Stjáni Lomm var með okkur í bústaðnum alla helgina : )
Ekki segja mér að ykkur hafi þótt það leiðinlegt… 😉