Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bústaðurinn 2019

Margt gott gerðist í bústaðnum eins og alltaf…fæst ratar hérna inn en nokkrir punktar og niðurstöður úr keppnum fylgja hér.

Næsti bústaður

Hugsanlega fá menn verkefni fyrir næsta bústað eins og Hreinlætismeistari (sjá um að kaupa allt fyrir þrif 😉 og Pup Quiz stjórnandi sem Spaða Ásinn byrjaði á í ár og heppnaðist með eindæmum vel…kom í ljós að jafnvel formenn Bjólfs vissu nú ekki allt um klúbbinn 😉

Mannabreytingar

“það er bara allt kallt…on norður” – misstum 2 menn norður og 1 á leið erlendis þannig að það hefur aðeins fækkað. Kapteininn var formlega tekinn inn eftir að hafa staðið sig með príði á reynslutímabilinu og einnig var ákveðið að nýliðar væru sérstakir aðstoðarmenn formanns til að koma nýjum mönnum inní starfið og leyfa þeim að spreyta sig =)

Önnur mál frá Aðalfundi

  • Viðburðarstjórn fyrir 10 ára afmælisferð á næsta ári verða – Massinn, Bóndinn & Heimsi
  • Félagsgjöld verða áfram 12.000 og hækka uppí 20.000 1. janúar
  • Óbreytt regla að menn aðeins skráð stig eftir mót ef þeir hafa borgað félagsgjöldin
  • Hugmynd að vera með fastan varningur sem menn fá við inngöngu
  • Bústaður næst eða bara ferð var rætt (og hefur síðan þá verið ákveðið að sleppa bústaðnum fyrir ferð)
  • Pottnum / pottinn þarf að skýra (setjum inn upplýsingar um það hér, en í stuttu máli pottnum er með vatni, potturinn er með spilapeningum 😉
  • Útdeila verkum meira…

Bjór

Kapteininn byrjaði fyrsta árið sitt með því að landa Bjórmeistaratitlinum. Með titlinum fylgir sú kvöð að minna menn á að gera upp skuldir sínar og við höldum utan um hverjir hafa gert upp á bókhaldssíðunni.

Af öðrum fréttum að bjór var aðeins rætt um bjórinn Bóndinn og síðan í framhaldinu að það þyrfti að brugga Formanninn sem væri 9.12% 😉

Bjórmeistarinn

Formanni tókst að láta slá sig út af laginu og hélt að Lucky væri búinn að tryggja sér sigurinn. Þegar að hann var svo að slá inn síðustu menn inní stigatöfluna kom í ljós að Bótarinn hafði alltaf möguleikann á sigri sem og hann tók síðan með fræknum sigri í bústaðnum á Lommanum sem nældi sér í annað sætið.

Bótarinn fékk því rauða bolinn (aðeins búið að máta hann til af Lucky) og einnig Bústaðarmeistaratitilinn.

Sjá nánar í stigatöflunni fyrir Bjólfsmeistarann 2019.

Síðan eru hérna nokkrar myndir frá Bústaðarferðinni 2019 fyrir menn til að rifja glefsur upp.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…