Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bústaðurinn 2021

Bjólfsbræður í bústað 2021

Það var nokkuð ljóst að það var komin mjög mikil bústaðargredda í menn og sumir gátu ekki einu sinni beðið eftir föstudeginum og þurftu að taka út mesta spenninginn á fimmtudeginum…og þurftu jafnvel virkilega á því að halda 😉

En það var næstum fullt hús sem mætti til leiks í 2021 bústaðinn…bara einn Bjólfsbróðir fjarverandi í þetta skiptið og var hans sárt saknað.

Sögustund

Það sást vel á mönnum á föstudeginum að það var mikið uppsöfnuð spenna eftir að hafa misst af 10 ára ferðalaginu til Prag sem átti að vera bústaðurinn í fyrra…held að enginn hafi drekkt sorgum sínum en mennn fögnuðu því að geta hist á ný í bústað. Sögur segja að það hafi ekki verið jafn mikil drykkja síðan á Flúðum 2014 og sumir sem slógu jafnvel ný met í þessari ferð =). Hér mætti taka dæmi eins og Sjúgum Rass Prinsessan, leiktækin og litlu börnin…en það eru sögur sem við leyfum bara þeim sem voru á staðnum að eiga =) En menn eiga að bara við sig hvernig þeir nýta þennan tíma og hvað þeir gera til að skemmta sér og um að gera að allir hjálpist að við að gera það sem best þarna eins og öll önnur kvöld sem við hittumst.

Spilið

Lucky plataði einhverja sem kunnu ekki reglurnar og fór með rangt mál og ekki voru allir á eitt sáttir. Lucky fletti upp reglunum í hléi og leiðrétti sig og menn urðu bara að taka því…það geta allir flett upp reglunum og uppfært sjálfa sig hvenær sem þeir vilja 😉

Tímaþröng og drama settu aðeins strik í reikninginn þegar menn þurftu að fara að gera upp einhver atriði sem tengdust spilinu ekki neitt og eitt borðið var í háflgerðum lamasessi um stund og settu stjórn í smá bobba í sínum fyrsta bústað…en á endanum náðu allir að setjast niður og klára spilið.

Fyrstu menn út voru: Lomminn, Pusi, Iðnaðarmaðurinn, Timbrið og á eftir þeim yfirgaf Mikkalingurinn spilið og því nokkuð ljóst að hann væri ekki að fara að taka meistaratitilinn þar sem Lukcy var bara einu stigi á eftir og engin merki á þessum tímapunkti að hann væri að fara og þurfti bara að lifa af nokkur sæti í viðbót til að vera öryggur frá Kapteininum sem var 9 stigum á eftir.

Hobbitin var næstur út og þrátt fyrir að ná ekki langt í bústaðnum þá var hann í góðri stöðu í síðustu mótaröðinni eftir gott gengi í fyrstu tvemur mótunum og endaði í 2. í síðustu mótaröðinni.

Robocop, Nágranninn, Killerinn, Bensi, Bótarinn fylgdu á eftir og næstur var Kapteininn sem náði ekki að stela Meistaratitilinum en náði að smella sér uppí 3. sætið í mótaröðinni sem og að næla sér í Bjórmeistarann 2021 með 5 stigum.

Hr. Huginn tók bubble sætið og rétt missti af verðlaunasæti í fyrsta bústaðnum sínum og 4 eftir.

Verðlaunahafar

Massinn tók 4. sætið og ekki hægt að segja annað en það fór rosalega vel um hann í þessu sæti og sló enn eitt nýtt met:…”fyrstur til að sofna í miðju spili og vinna samt til verðlauna” 😀

Spaða Ásinn nældi sér í 3. sætið annað mótið í röð og skildi Heimsa og Lucky eftir í lokarimmunni.

Heimsi endaði á að landa Bústaðameistaratitlinum 2021 og Lukcy tók Bjólfsmeistarann og sigur í síðustu mótaröðinni.

Pottnum

Pottnum

Það var pínu þema í ár: EKKI SVETTA POTTNUM og það má með sanni segja að það hafi átt við…eða ekki…þar sem stærsti skandallinn var pottnum! Það var skvett aðeins í honum á föstudeginum þannig að hann var varla nothæfur eftir það þar sem þetta var upphitaður og ekkert hægt að bæta í hann eða eiga við hann…þó að sumir hafi látið sig hafa það 😉

Stjórnin

Varningur kynntur

Stjórnin stóð sig með príði á tímabilinu og í bústaðnum og ánægjulegt að fá ferska menn inn og verður gaman að sjá hvernig þetta þróast hjá okkur komandi tímabili/árum.

Margt sem menn gætu viljað ræða og spá í eftir bústaðinn. Dagskrá á bústaðahelgi og aðrir hittingar eru bara eitthvað sem að allir geta komið með uppástungur til stjórnar og aðstoðað hana við að halda utan um klúbbinn.

“Heilt yfir, geggjaður hópur og geggjaður tími…”

Nokkrar myndir

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…