Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjórmeistarar frá upphafi…hver tekur bjórinn næst?

Birt af þann 31. Aug 2022 Í Bjór, Fréttir | Engin ummæli

Bjórguðinn 2022-2023

Á síðunni Bjórmeistarar má sjá alla sem hafa unnið 7-2 keppnina frá upphafi.

Kapteininn tók þriðja Bjórmeistarann á síðasta tímabili og sá þriðji á fjórum árum, þannig að hann er orðinn vel kunnugur að spila með sjöu-tvist og fá eitthvað fyrir það.

Þannig að allir að muna að votta Bjórguðnum virðingu með að afhenda honum kippu af bjór fyrr en síðar til að halda honum góðum 🙂

Hingað til hafa níu á einhverjumtímapunti verið með Bjórmeistaratitilinn og spurning hver ætlar sér að taka bjórinn í ár…er Kapteinninn óstöðvandi…kemur nýr Bjórguð til sögurnnar?

Lesa meira

Bjórmeistarinn 2020

Birt af þann 30. May 2020 Í Bjór | Engin ummæli

Mikkalingurinn var nánast búinn að vinna 7-2 keppnina og bjórinn fyrir lokamótið. Hann endaði með 6 stig sem var tvöfalt á við næstu menn sem áttu litla von.

Með þessu jafnaði hann metið sem Iðnaðarmaðurinn setti 2017 og hafa þeir því báðir náð að hala inn flestum stigum á einu tímabili.

Kapteininn fékk einhverja bjóra í gær og þó svo að eitthvað bókhald sé um þetta í Bókhaldinu þá er innheimta á höndum Bjórmeistara.

Þannig að á næsta tímabili gefa allir Mikkalingnum og hann sér um innheimtur um utanumhald =)

Lesa meira

Hver tekur bjórpottinn?

Birt af þann 28. Apr 2015 Í Bjór | 1 ummæli

Timbrið og Bótarinn eru í harðri keppni um BJÓR-meistarann í ár. Báðir eru þeir með 3 bjórstig hvor og aðeins lokamótið í bústaðnum eftir.

Margir eru með eitt bjórstig og eiga menn jafnvel möguleika á að ná þeim félögum ef menn ná að hitta & sigra á þessa margrómuðu hönd.

Áður hefur það gerst að 6 bjórstig komu í hús á lokamótinu þannig að það er allt opið þó svo að þeir félagar séu með afgerandi forystu fyrir lokakvöldið og einhver(jir) mun(u) vinna 72 bjóra…bara spurning hver?

Lesa meira

Bjóruppgjörið fært í árgjaldið?

Birt af þann 27. Jun 2014 Í Bjór, Blog | 1 ummæli

Þar sem árgjaldið hefur verið hækkað er spurning hvort við viljum hætta með það fyrirkomulag fyrir bjórmeistarann að menn þurfi sjálfir að kaupa bjór og gera hann á næsta tímabili og færa það yfir í að við kaupum 72 bjóra og sá sem sigrar fær annað hvort afhent í bústaðnum, eða á fyrsta móti?

Líklega er fyrsta mót heppilegra því ég held að enginn nenni að vera að ferðast með allan þennan bjór fram og til baka og þá yrði hann bara drukkinn 😉

Lesa meira

7-2 reglan (bjórhöndin)

Birt af þann 7. Mar 2011 Í Bjór, Fréttir | 10 Ummæli

72 reglun er sú að í hvert skipti sem að unnið er á bjórhöndina (sjöu-tvist) fær viðkomandi eitt prik innan þess tímaramma sem reglan er í gildi (sem er yfirleitt fyrstu 4 loturnar, eða um 2 tímar).

Sá sem hlýtur flest prik á tímibli á inni 72 bjóra frá hinum meðlinunum (kippa á mann) sem gerast skal upp á Uppskerumóti eða fyrsta móti þar á eftir.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…