Póker tower – nýjasti klósettleikurinn ;)
Fyrir áhugasama um klósettleiki (símaleikir sem fínt er að grípa í á “góðri stund”) þá bendi ég mönnum á Poker Tower fyrir iPhone sem er samsæðuleikur sem byggir á pókerhöndum. Fín leið til að æfa sig í að sjá út pókerhendur, keppast við að gera það á tíma, eða safna stigum eða jafnvel berjast við skrímsli í leiðinni.
Ég er þegar búinn að slátra nokkrum zombie-um, varúlfum og álfum og þetta gæti alveg hjálpað mönnum í að halda pókerhæfininni við á milli móta 😉
Nýtt borð fyrir bústaðinn
Er ekki málið að skella sér á nýtt borð fyrir bústaðinn? Verðmiðinn er bara 150 þús. eða skipti á bíl. Andri, værir þú ekki til í að láta Excortinn í skiptum 😉
Lesa meiraPassið spilin ykkar
Hér er gott dæmi um það að spilarar verða að passa spilin sín jafnframt því að hafa þau á borðinu:
Hvalurinn ósigrandi
Það var góður fjöldi af mönnum sem settir niður í 2 spilinu í lokamótaröðinni í gærkvöldi. Gummi bauð heim og uppá ýmsilegt gott að drekka þó menn hafi nú verið nokkuð rólegir…
Lesa meiraNýtt mót…nýr völlur
Gummi býður heim á föstudaginn þannig að það er aftur nýr völlur og spurning hvort hann nær að nýta sér heimavöllinn. Þetta er annað kvöldið af fjórum í síðustu mótaröðinni og skráningin er þegar komin af stað.
Mótið verður að Lautasmára 45 (milli Sporthússins og Smáralindar).
Mikkalingurinn, Timbrið & Hobbitinn eru efstu menn í lokamótinu en línurnar gætu breyst eftir þetta mót.
Lesa meiraHver er annars með borðið & töskuna?
Nýr völlur
Bósi býður heim í fyrsta kvöldi í lokamótaröðinni sem hefst á föstudaginn. Nú er spurning að sjá hvernig hann fer með heimavöllinn en hann hefur reynst sumum góður en öðrum misvel…spurning hvort hann gefi okkur jafnvel upp nánari staðsetningu?
Gummi & Robocop eru komnir uppá bragðið með verðlaunafé og gætu látið til sín taka.
Logi er með rosalega forystu í Bjólfsmeistarabaráttunni eftir að hafa stolið annari mótaröðinni í blálokin. Þannig að klárt að menn verða að fara að skila inn stigum ef menn ætla að nálgast hann því það gefur ekkert að vera í 2. sæti í þeirri keppni 😉
Skráningin er hafin.
Lesa meiraBósi spilar eins og þessir 9 samstarfsmenn hans…af “heiðarleika”.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…