Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Opið fyrir umsóknir í klúbbinn

Birt af þann 18. Jul 2012 Í Blog | 1 ummæli

Það er opið fyrir aðildarumsóknir að klúbbnum. Um er að ræða örfá sæti og áætlað er að búið verði að ákveða nýja meðlimi í lok ágúst. Þannig að nú er tími til að sækja um og við munum svo fara yfir umsóknir og bjóða nýja menn velkomna fyrir næsta tímabil.

Lesa meira

Tímabilið 2012-2013

Birt af þann 11. Jul 2012 Í Blog, Mót | 18 Ummæli

Mótafyrirkomulagið verður sem áður: 3 mótaraðir sem hvert fyrir sig gefur stjörnu (★). Fyrstu tvær mótaraðirnar eru 3 mót/föstudagskvöld en síðasta mótaröðin einu kvöldi lengra þegar tímabilinu verður slúttað í bústað. Einnig er keppst um Bjólfsmeistarann (♣) 2013 sem er samanlögð stig í öllu tímabilinu…svo ekki sé nú gleymt 7-2 keppninni þar sem menn safna prikum og fá ríkulega borgað í bjór fyrir að sigra á bjórhöndina.…nánar um mótafyrirkomulagið.

Dagsetningar eru komnar hér á síðuna þannig að allir geta tekið þessa daga frá.

Enn er þó ekki alveg ákveðið með dagsetningu á lokakvöldið og bið ég menn að kjósa hér í skoðunakönunni til hægri.

Við byrjum 2012-2013 tímabilið föstudaginn 7. september og þá er stefnan að byrja daginn snemma og hittast yfir mat og gera jafnvel eitthvað fleira af okkur áður en við setjum yfir spilin.

Lesa meira

Bjólfsmeistarinn 2012

Birt af þann 8. Jul 2012 Í Blog | Engin ummæli

Til að halda því vel til haga þá stóð Eiki Bót uppi sem öruggur Bjólfsmeistari eftir lokamótið og hér má sjá hvernig tímabilið 2011-2012 fór.

Lesa meira

Nýr formaður

Birt af þann 29. Jun 2012 Í Blog | 2 Ummæli

Ég hef tekið við Formannsembættinu í klúbbnum…þangað til að betri maður finnst eða ég gef upp öndina. Ef einhver hefur athugasemd við það verður það að koma fram hér á síðunni.
Gleymið ekki að heimasíðan okkar á að innihalda allar upplýsingar þannig að menn geti flett öllu upp…en það er ávallt Formaðurinn sem að ræður!

Lesa meira

Uppskerumót 2012 – FRESTAÐ

Birt af þann 19. Jun 2012 Í Blog | 2 Ummæli

Föstudaginn 22. júní kl. 20:30 verður haldið Uppskerumót 2012 hjá Loga að Hjallabraut 35.

Ekki gleyma að taka með kippu af bjór fyrir 72 uppgjörið eða koma kippunni til einhvers sem mætir.

Mál sem þarf að byrja að ræða fyrir næsta tímabil:

Lesa meira

Inntaka nýliða

Birt af þann 19. Jun 2012 Í Blog | Engin ummæli

Það er fyrirséð að 2 falla úr hópnum fyrir næsta tímabil. Ásinn er farinn til Eyja og Lomminn heldur austur. Við treystum á að hitta þá og ná jafnvel póker hjá þeim á þeirra nýju heimaslóðum. En þeim verður sárt saknað og erfitt að missa fastamenn (þó svo að Ásinn hafi nú ekki verið með mætingaverðaunin þá lét Lomminn sig aldrei vanta.

Það er því spurning hvort & hvernig við stöndum að inntöku nýliða. Þeir sem hafa aðstöðu til að bjóða heim eru þegar komnir með eitt stig en önnur stig eru í höndum Bjólfsmanna.

Þetta verður rætt hér á síðunni sem og á uppskerumótinu.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…