Best poker face ever!
Eftir beinskeittar og líflegar umræður telur Formaðurinn nauðsynlegt að létta mönnum lundina með skondinni auglýsingu 😉
P.S. Ég hef fækkað lotunum í 7♠2♥ leiknum úr 6 í 4 lotur.
Lesa meiraTímabilið hefst
Ásinn (einnig þekktur sem Iðnaðarmaðurinn og einnig sem Stjórnmálafræðingurinn) býður heim á fyrsta mót tímabilsins. Vel til fundið þar sem við munum væntanlega spila fram yfir miðnætti og þá verður komið afmæli hjá gestgjafanum.
Lesa meiraUppskerumót 2011
9 Bjólfsmenn hittust og tóku smá upphitun fyrir komandi leiktíð. Auk þess var bolum, meistarahúfunni og öðrum verðlaunum dreift, þannig að þetta var svona annað uppgjör á síðasta keppnistímabili.
Bjólfsmeistarinn minnti á sig og tók mótið og var Massinn í öðru sæti og var hann vel að því kominn fyrir að hýsa okkur eins og oft áður.
Uppgjör pókerársins 2010-2011
Þá er frábæru pókerári lokið og enn á ný hefst biðin eftir næsta ári. Með jafnri og góðri spilamennsku og með dash af heppni hreppti Logi Helgu titilinn Bjólfsmeistarinn 2011 og óskar Pókerklúbburinn Bjólfur honum til hamingju með það. Hann fékk Föroya bjórsafn að launum að ógleymdri sérmerktri Bjólfsmeistaraderhúfu frá Merkt.is sem verður afhent í næsta mánuði ásamt bolunum og 72 bjórum.
Lesa meiraBók mánaðarins
Bók mánaðarins þennan mánuðinn er ekkert smá stykki. Hún lendir ansi oft á topp 10 listanum yfir bestu pókerbækur allra tíma og er talinn ein sú besta fyrir byrjendur.
Ég er að tala um The Theory of Poker eftir David Sklansky sem er mikils metinn í pókerheiminum þó svo ekki fari mikið fyrir honum.
Kíkið á þessa ef þið ætlið að eiga einhverja möguleiki í mig í bústaðnum.
Lesa meiraPókerhelgin mikla
Senn líður að löngum laugardegi á Flúðum. Ég finn fyrir mikilli spennu og tilhlökkun í mönnum enda ekki nema von þar sem um stórviðburð að ræða 😉
Við fáum úr því skorið hvort einhverjum takist hið ómögulega…að koma í veg fyrir að ég sigri tímabilið, hver sigrar í 7♠2♥ leiknum okkar, og að sjálfsögðu hver sigrar þetta extra langa mót og síðast en ekki síst hver verður Bjólfsmeistari.
Eins og við höfum rætt verður lokamótið með töluvert breyttu sniði. Aðalbreytingin verður á lengd mótsins. Loturnar verða 45 mín. og 30 mín. og mótið í heild um 6 tímar (sjá mynd). Þar með lengist tíminn að fyrsta hléi í 2,5 klst og því var ég að velta fyrir mér hvort ekki væri skynsamlegt að fjölga rebuy í tvö (eða e-ð annað, jafnvel ótakmarkað fram að hléi). Hvað finnst ykkur?
Klukkan hvað eigum við að stefna á að byrja mótið?
Við erum með annan bústaðinn líka á föstudagskvöldið. Þeir sem vilja mæta á föstudeginum hafið samband við Massann eða Bósa.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…