Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Uppgjör pókerársins 2010-2011

Uppgjör pókerársins 2010-2011

Þá er frábæru pókerári lokið og enn á ný hefst biðin eftir næsta ári. Með jafnri og góðri spilamennsku og með dash af heppni hreppti Logi Helgu titilinn Bjólfsmeistarinn 2011 og óskar Pókerklúbburinn Bjólfur honum til hamingju með það. Hann fékk Föroya bjórsafn að launum að ógleymdri sérmerktri Bjólfsmeistaraderhúfu frá Merkt.is sem verður afhent í næsta mánuði ásamt bolunum og 72 bjórum.

Með sigri á lokamótinu tókst Lommanum að tryggja sér sigur á tímabilinu og samkvæmt viðtali sem Bjólfur átti við formanninn neitaði hann ekki að nokkur heppni hafi þurft til  að landa þessum sigri og þar með talið þegar hann fékk röð eftir að hafa farið allur inn með 72. Sú hönd var sú fyrsta sem taldi í sjöu-tvist leiknum okkar en það var fyrir tilstuðla óheflaðra Dvergasteinshreðja sem Pusi fór allur inn með 72 þegar flop-ið var Á3K og fékk alla til að pakka að honum tókst að ná helmingnum af þeim 72 bjórum sem keppt var um.

Takk fyrir árið og sjáumst sem fyrst aftur.

Myndir frá bústaðnum

2 athugasemdir

  1. Þakka fyrir frábæra helgi strákar.
    Það hefði nú verið gaman að fá 10% af þeirri heppni sem Lomminn var með í þessu móti! 🙂

  2. Já, þetta var góður endapunktur á árinu (þó ég hafi nú bara náð laugard.). Ánægulegt að sjá formanninn með ★, nú þurfa menn að fara í æfingabúðir fyrir næsta vetur og fylgja honum á eftir (þ.e. þeir sem eru ekki búnir að næla sér í ★).

    Ég bíð spenntur eftir að bolirnir mæti og vonandi mæta allir í bola & uppgjörsmót eftir mánuð.
    -Logi ♣

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…