Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Casa de Mass kvatt

Birt af þann 31. Mar 2016 Í Fréttir | 2 Ummæli

Það er ekki nóg með að Lommaborðið sé ekki lengur á meðal vor heldur er nú einn (h)elsti staðurinn að hverfa. Casa de Mass þjónaði okkur vel á fyrstu árum klúbbsins og ósjaldan sem spilað var þar áður en að eigandinn fór að leigja hann út. Nú er komið að kveðjustund og fréttaritari Bjólfs skellti sér í heimsókn til Massans þar sem hann er að pakka saman úr höllinni.

Hérna sjáum við Massann taka sér stutt stopp frá störfum og þarna má einnig sjá glitta í peningaskápinn, veitir ekki af að geta geymt alla vinninga á góðum stað 😉

Lesa meira

Nýr völlur 1. apríl

Birt af þann 25. Mar 2016 Í Fréttir | Engin ummæli

Verðum hjá mér eftir viku á nýjum stað og spurning hvernig sá heimavöllur mun reynast mér, en fátt sem er að stoppa mig í Bjólfsmeistarabaráttunni eftir að Nágranninn missti af síðasta móti.

En þetta er annað kvöldið af fjórum í lengstu mótaröðinni og allt getur gerst í keppninni um stærsta lokapottinn þar sem Lomminn er efstur og Heimsi þar á eftir.

Bjórstigin eru enn flest (3) hjá Lucky en Bótarinn og Timbrið eru báðir með 2 og Bóndinn og Killerinn sitt hvort og þrjú kvöld eftir til að ná toppsætinu.

Árgjaldið eiga nokkrir enn eftir að borga og væri nú vel séð að klára það fyrr en síðar. Einnig eiga margir eftir að gera upp bjórinn sinn (eða hluta af því)…enda uppgjörið mjög “flókið” í ár 😉

Skráning fyrir 1. apríl er opin og meldið ykkur þannig að ljóst er í tíma hvað þarf mikið af stólum/borðum.

Lesa meira

Hann kom til að sjá og sigra !

Birt af þann 5. Mar 2016 Í Fréttir | Engin ummæli

Lomminn kom óvænt fullur eldmóðs afmælisdeginum á afmælismótið. Skemmtielgt að fá hann á móti og byrjuðum kvöldið á að taka rölt á Ljónið og nærast þar sem allir mættu (þó ekki væru nema 8 að spila).

Síðan var sest niður og fóru menn beint á Lokaboðið.

Það var líkt og síðast þear Lominn mætti að hann var í gírnum og skilaði sannfærandi sigri þó svo að maðurinn í öðru sæti hafi ekkert gefið honum eftir.

Það sem eru jafnvel stærri fréttir að Heimsi gerði harða atlögu að Lommanum og náði sér í annað sætið og þar með fyrstu verðlaunin sem að hann nælir sér í. Enda hefur hann verið sýna stórkostlegar framfarir í mætingu og búinn að margfalda mætinguna sína frá fyrri árum.

Eftir 6 ára spilamennsku er hann loksins kominn á blað. Góður afmælisdagur hjá klúbbinum og jafnvel enn betri hjá Heimsa og jafnvel ennþá betri hjá Lommanum 😉

Staðan & stig
Bótarinn náði sér í bjórstig og er nú kominn með 2 og staðan hefur verið uppfærð. Lucky er með yfirgnæfandi forystu og aðeins hann og Mikkalingurinn sem hafa mætt á öll mót tímabilsins þó svo að Mikkalingurinn hafi ekki byrjað vel og á langa vegferð að ná Lucky. Nágranninn mætti ekki í gær og saxaði því ekki á toppsætið.

Takk fyrir enn eitt gott kvöld, til hamingju með 6 ára afmæli, gaman að sjá Lommann og þökkum Binnu fyrir að fresta London fluginu hjá þeim um einn dag, enn og aftur hamingjuóskir til Heimsa að ná vinning og Mikkalingurinn fær þakkir fyrir heimboðið og að skipuleggja matinn fyrir spil =)

P.s. Iðnaðarmaðurinn ætlaði að setja upp Facebook grúppu, þanniga að kannski fer góð umræða í gang þar í framhaldinu.

Lesa meira

Bjólfar með gullhjarta

Birt af þann 8. Dec 2015 Í Fréttir | Engin ummæli

Styrktarsöfnun fyrir minningarsjóð Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur.

Hið árlega Bjólfs open pókermót verður haldið 8. janúar 2016 næstkomandi og hefur klúbburinn ákveðið að leggja sitt af mörkum í minningarsjóð Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur sem lést af slysförum aðeins þriggja ára gömul 24. október síðastliðinn. Klúbburinn mun afhenda foreldrum peningargjöf í sjóðinn eftir mótið.

Foreldrar Jennýjar Lilju stofnuðu minningarsjóð sem þau ráðgera að nota til að kaupa tæki og/eða búnað fyrir þá viðbragsaðila sem komu að slysinu.

Foreldrar Jennýjar Lilju eru Rebekka Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og Gunnar „Bóndinn“ Gunnarsson stýrimaður og Bjólfsmaður því stendur þetta málefni okkur svona nærri.

Við leitum til ykkar með von um að þið getið lagt klúbbnum og foreldrum lið í þessari söfnun til aðstoðar björgunaraðilum.

Bankareikningur 176-05-60128 kt.040378-3169

Bankareikningurinn er í nafni stofnandans Elvars „Lomminn“ Snæs Kristjánssonar.

Ef það eru einhverjar upplýsingar eða aðrar spurningar er hægt að hafa samband eftirfarandi menn.

Formaðurinn.  Logi „Lucky Luke” Helgu  email. logihelgu@gmail.com     sími 693-3845

Stofnandinn.   Elvar „Lomminn“ Snær email. elvarlomm@gmail.com  sími 864-4754

Bóndinn.          Gunnar „Bóndinn“ L.     Email. gunnibondi@gmail.com sími 868-5375

Eða á bjolfur@bjolfur.is

Með fyrirfram þökk um góðan stuðning.

F/H Bjólfs

Logi Helguson Formaður

Elvar S. Kristjánsson Stofnandinn

Lesa meira

Lucky Luke minnir á sig

Birt af þann 7. Nov 2015 Í Fréttir | Engin ummæli

10 Bjólfsmenn hittust hjá Lucky í gærkvöldi. Það var ánægjulegt að hitta Bóndann þó hann hafi ekki sest niður við spil með okkur…en gott að hann kíkti á okkur og gaf okkur tækifæri á að hittast aðeins.

Lesa meira

Vafamál varðandi Sjöu-tvist

Birt af þann 11. Oct 2015 Í Fréttir | 9 Ummæli

Á síðasta föstudag kom upp sú staða að 72 var á móti ÁQ þegar að í borð kom 99555 þannig að besta höndin var í borði og split pot.

Reglurnar okkar varðandi sjöu tvist eru ekki nógu skýrar þegar þetta kemur upp þ.s. þær segja “…fyrir þann meðlim sem vinnur oftast með sjöu og tvist á hendi”.

Þetta má því túlka þannig að ef að leikmaður vinnur spil með sjöu-tvist á hendi fær hann bjórstig þar sem hann vann með þessa hönd þó svo að hún hafi ekki talið inní spilið.

Þar sem ekki voru allir sammála var ákveðið að setja þetta í kosningu fyrir þá sem ekki mættu á föstudaginn. Þannig að comment-ið fyrir neðan hvort ykkur finnst þetta vera bjórstig eða ekki.

Ath. að þetta er fordæmisgefandi mun því ráða í framtíðinni ef að þessi staða kemur upp 😉

Þannig að spurt er: fær sá sem hefur sjöu-tvist bjórstig ef betri hönd er í borði?

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…