Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

6 dagar í bústað – “High-low split” póker á föstudagskvöldið

Skrifað af þann 14. May 2016 in Fréttir | Engar athugasemdir

Það verður tekið í spil að vanda á föstudeginum og nú verður spilað “High-low split” þar sem að hæðsta og lægast hönd vinna hvern pott. Þannig að það eru alltaf tvær hendur sem vinna hvern pott.

Ef það eru fleiri en einn með bestu/vestu höndina skiptist sá helmingur í fleiri helminga , eftir því hversu margir voru jafnir.

Við munum prófa þetta með okkar dæmigerðri uppsetningu á Texas Holdem no limit, þannig að það gætu orðið margar jafnar hendur þegar margir eru að spila og 5 sameiginleg spil í borði.

Engar frekari breytingar eru nema að tveir pottar eru í boði: hæðast/besta hönd og lægasta/versta hönd.

Spilað verður þar til 2 eru eftir og munu þeir skipta verðlunum á milli sín.

Ekki er gert ráð fyrir að menn borgi sig inn heldur verður bústaðapotturinn notaður til að leggja nokkra þúsundkalla í púkkið sem verðlaun.

Lesa meira

7 dagar í bústað – Verðum við millar í ár?

Skrifað af þann 13. May 2016 in Fréttir | Engar athugasemdir

Það er útlit fyrir að nokkrir þúsundkallar verði afgangs. Þannig að þegar við ljúkum við innkaup á föstudaginn (eftir viku) á leiðinni í bústað þá stoppum við í sjoppu og kaupum okkur nokkrar tölur í EuroJackpot og sjáum hvort heppnin verður með okkur þetta árið…

P.s. Massinn og Heimsi ætla að hafa yfirumsjón með matnum 😉

Lesa meira

9 dagar í bústað – Bolir í prentun og hvað fleira?

Skrifað af þann 11. May 2016 in Fréttir | 2 athugasemdir

Screen shot 2011-08-13 at 14.50.43
Eins og síðustu ár fá menn nýjan Bjólfsbol við setningu lokamóts á laugardaginn. Bolir eru komnir í framleiðslu ásamt öðrum varningi en sú skemmtilega hefð hefur myndast að vera með gjafir í bústaðnum.

Í fyrsta bústað voru það smærri gjafir en þegar við hækkuðum árgjaldið úr 3þ. í 10þ. var gert ráð fyrir að eiga fyrir framleiðslu á merktum vörum og held ég að allir séu sáttir hvað þeir fá fyrir árgjaldið: bústaður, þrif, bolur, varningur og síðan ómæld skemmtun þegar við hittumst.

Ég er spenntur að sjá hvernig tekst til með gjafir í ár, það er alltaf kerfjandi að reyna að gera vel og finna eitthvað sem allir geta nýtt sér og haft gaman að. Gummi nágranni er búinn að vera að hjálpa til í ár og fær hann sérstakar þakkir fyrir aðstoðina.

Lesa meira

10 dagar í bústað – Bjólfsmeistarinn 2016

Skrifað af þann 10. May 2016 in Fréttir, Tölfræði | Engar athugasemdir

Screen shot 2011-08-13 at 14.50.08
Það er nokkuð ljóst að enginn mun ná Lucky í bústaðnum þ.s. hann er með 17 stiga forystu og áætlað að við verðum í mesta lagi 16 í bústaðnum.

Lucky Luke mun því hampa titlinum í 4. skiptið og tekur við honum af Bótaranum sem átti svakalegt tímabil í fyrra þar sem hann sló hæðstu vinningshæð á tímabili þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á 9 mót af 10. Þeir tveir eru þeir einu sem hafa hlotið nafnbótina og spurning hvort að aðrir Bjólfsmenn ætli ekki að fara að taka á honum stóra sínum og skáka þessum sitjandi meisturum sem skiptast á meistaratiltlinum. Einnig er hér góður grundvöllur til að ræða enn og aftur hvort að öll mót eigi að telja til meistara 😉

Smá tölfræði

  • Hæðsta skor fyrir tímabil: 81 stig – Lucky Luke (2013)…verður ekki slegið í ár
  • Hæðstu ársvinningur: 71.5þ – Bótarinn (2015)…mjög ólíklegt að verði slegið í ár
  • Hæðsta skor í mótaröð: 42 – Bótarinn (2015)…verður ekki slegið í ár

Nánar um stöðuna á Bjólfsmeistarinn 2016.

Lesa meira

11 dagar í bústað – Bjór, bjórstig og bjóruppgjör

Skrifað af þann 9. May 2016 in Fréttir | 1 ummæli

Keppnin um Bjórmeistaran er enn harðari enn í fyrra…nú eru það þrír sem eru með þrjú stig (Lucky, Bótarinn og Timbrið). Því aðeins 2 klukkutímar eftir sem munu upplýsa hver mun taka bjórinn í ár. En það eru aðeins Bóndinn og Killerinn sem eru síðan með sitt hvort stigið og þurfa því 2 til að ná forystusauðunum. Spurning hvort einhverjir eiga eftir að leggja allt undir í voninni um að taka bjórinn þetta árið.

Í fyrra voru það 2 sem voru í forystunni fyrir bústaðinn en enduðu þrír: Bósi, Bótarinn og Timbrið. Það hefur því verið erfitt að gera upp bjórskuldirnar í ár en á bókhaldssíðunni má sjá hverjir eiga eftir að gera upp bjór og við hverja. Þar má t.d. sjá að Spaða Ásinn og Hobbitinn eru einu mennirnir sem hafa gert upp við alla þrjá. Sjö eiga eftir að gera upp við alla. Þannig að passið að taka með auka bjór með í bústaðinn til að gera upp við Bjórmeistarana frá því í fyrra.

Uppfært: kl. 22:30
Hérna er mynd af þessu fyrir þá sem sjá ekki “flipann” 😉
Screen Shot 2016-05-09 at 22.36.07

Lesa meira

12 dagar í bústað – Breytt ásynd

Skrifað af þann 8. May 2016 in Fréttir | Engar athugasemdir

Gaman að rifja upp “gamla tíma” og skoða formannspistil frá febrúar 2011 þegar að Lomminn þakkar Robocop fyrir frumkvæðið að bústaðarferðunum og myndin á þessari frétt er einstaklega skemmtileg. Grænn dúkur á borðinu, ómerktir chippar og engir bolir eða húfur til…þetta var í “gamla daga” 😉

En annars er framleiðsla á varningnum (gjöfum) komin á fullt og áætlað að allt verði tilbúið fyrir bústaðinn. Eins og alltaf verður setningarathöfn á laugardaginn kl. 15:00 og síðan mun spil hefst um 16:00 og spilað í tvo tíma fram að matarhlé og á þessum tvemur tímum mega menn kaupa sig fjórum sinnum inn.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…