Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hvenær er komið nóg?

Birt af þann 29. Apr 2015 Í Blog, Hvernig á að spila póker | Engin ummæli

Hérna eru þrjár góðar reglur varðandi það að stundum er gott að hugsa hvort ekki sé komið nóg og tími til að pakka. Það er alltaf leiðinlegt að detta út og stundum er maður óheppinn og ekkert við því að gera…en stundum á maður líka alveg sjálfur orsökina á því og gott að renna yfir þennan lista og sjá hvort eitthvað má bæta í spilamennskunni:

1. Ekki spila allar hendur
Það getur verið freistandi að spila á allar hendur og sérstaklega þegar langt er síðan spilað var síðast. Vissulega er alltaf hægt að vera fáránlega heppinn en líkurnar eru á því að það muni kosta þig meira á að sjá margar hendur heldur en það gæti hugsanlega fært þér. Veldu hendurnar og auktu líkurnar á því að vinna á góðar hendur.

2. Ekki halda í hönd bara af því að þú ert þegar með í pottinum
Stundum er freistandi að halda áfram og sjá hvort að aðrir hafi ekkert og halda áfram að sjá hækkanir hjá öðrum. En ef þú ert ekki með góða hönd þá eru góðar líkur á að einhver annar sé með eitthvað og að fara að taka pottinn. Það er alltaf erfitt að kveðja það sem er búið að setja í pottinn…en getur borgað til sig að tapa ekki meiru að sinni.

3. Ekki sjá síðustu hækkun að óþörfu
Ef það er komin hækkun frá öðrum á þig eftir river og þú heldur að hann sé með þig þá skaltu ekki sjá nema þú viljir í raun fá að sjá höndina sem hann var með og ætlir að gera eitthvað við þær upplýsingar. Stundum ertu vissulega með hönd og átt erfitt með að trúa að hann sé með eitthvað og ætlar að fá ða vita það…þá er kannski gott að muna það næst í sömu stöðu í staðin fyrir að tapa meiru þá og læra af því sem þú borgar fyrir.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…