Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tíunda tímabilið (fyrsta kvöld annarar mótaraðar)

Birt af þann 10. Dec 2019 Í Mót | Engin ummæli

Lokaborðið

Góður níu manna hópur mætti til Iðnaðarmannsins á föstudaginn og sjaldséðir hrafnar voru þar á meðal. Spilað var á tvemur borðum og þegar Spaða Ásinn gekk frá borði var sameinað á lokaborðið.

Mikkalingurinn náði sér í bjórstig, en það gerði Lomminn líka tvisvar og þeir félagar því jafnir, báðir með 2 stig eftir 4 kvöld.

Þrátt fyrir að Pusi hafði verið að æfa sig kvöldið áður dugði það ekki til og var hann næsti maður út. Gestgjafinn var næstur og Lucky fylgdi á eftir. Bótarinn og Robocop skildu þrjá eftir og Mikkalingurinn tók bubble sætið.

Timbrið gerði það sem hann gat en réð ekki við Lommann sem tók sigurinn, einu sæti betur en síðast þegar hann mætti…þannig að hann með margt í tölfræðinni með sér eins og má sjá á stigatöflunni.

Lesa meira

Tíunda tímabilið – þriðja kvöldið (fyrsta mótaröðin)

Birt af þann 2. Nov 2019 Í Mót | Engin ummæli

Þriðja kvöldið hafið

Fallegur hópur sem mætti til Lucky í gær og kláraði fyrstu mótaröðina.

Hobbitinn mætti og vorum við því níu og spilað og tvemur borðum í fyrsta skiptið á tímabilinu.

Lokaborðið

Heimsi var fyrsti maður út og þar með var sameinað á lokaboð.

Spjallað í hléi

Mikkalingurinn nældi í fyrsta bjórstigið á tímabilinu og er því lang fyrstur í bjórkeppninni =)

Næstu menn út voru Nágranninn, Bótarinn, Mikkalingurinn og Killerinn. Lucky fylgdi næstur og voru þá Bósi og Hobbitinn einir eftir. Hobbitinn var búinn að sitja á feitum stafla lengi og án efa geta hangið á honum fram á sunnudag 😉 Bósi var búinn að sveiflast í allar áttir og til alls líklegur. Leikar enduðu þó á að Hobbitinn landaði sigri (en fékk reyndar engin stig þar sem hann er ekki búinn að borga árgjaldið 😉 og Bósi fékk því fullt hús stiga eftir kvöldið 😉

Lucky tók fyrstu mótaröðina með forskot á Bótarann sem datt út á undan og þurfti að sætta sig við annað sætið og Iðnaðarmaðurinn náði 3ja sætinu þar sem Nágranninn datt snemma út.

Logabjór á krana
Verðlaunahafar kvöldsins
Lesa meira

Tíunda tímabilið – annað kvöld

Birt af þann 6. Oct 2019 Í Mót | Engin ummæli

Það var einvala lið sem mætti beint á lokaborðið hjá Nágrannanum alla leið inní SunnyKEF í rok og rigningu á föstudaginn.

Nýjasti bolurinn er vinsæll

Ekki voru menn að láta veðrið trufla sig í að mæta á mót, enda fór með eindæmum vel um menn í “Casa del Vecino” þar sem Nágranninn hafði nýtt öll möguleg pláss fyrir veigar og pottnum þegar heitur þegar menn mættu.

Bræðurnir sem mættu í SunnyKEF til Nágrannans

Það var tekið vel á því í mat, drykk og spili. Enginn náði sér í bjórstig og er því bjórstigalistinn tómur eftir tvö mót og allir jafnir með engin stig.

Í fyrstu mótaröðinni eru þrír sem hafa mætt á bæði mótin í forystu og allir með 33 stig: Bótarinn, Kapteinninn & Lucky og því ljóst að þeir eru líklegastir til að taka fyrstu ★ á tímabilinu fyrir sigur í mótaröð (3 kvöld) og því heilmikil spenna á ferðinni þar.

Allar upplýsingar um stöðuna eins og alltaf má finna á stöðusíðunni.

Bótarinn kvaddi borðið fyrstur, síðan Kapteininn, Mikkalingurinn, Lucky, Spaða Ásinn og Timbrið og sátu þá bara Nágranninn og Lominn eftir og spurning hvort þeir hafi ekki bara verið klaufalega heppnir en ef það var raunin þá var Nágranninn heppnari og Lominn klaufalegri og enduðu leikar þannig að gestgjafinn tók sigur á heimavelli.

Nágranninn og Lomminn tóku verðlaunin
Lesa meira

Tíunda tímabilið – fyrsta kvöld

Birt af þann 7. Sep 2019 Í Mót | Engin ummæli

Þá hefjum við 10 árið og að vanda hittumst við hjá Andra =)

Það var bara rjóminn sem mætti og átti notalegt kvöld í góðu yfirlæti hjá gestgjafanum.

Nokkrir gerðu upp bjórinn eins og sjá má á myndinni fyrir ofan voru allir sáttir…ekki bara sá sem tók á móti =)

Eftir kökuát gafst Bósi upp og fór fyrstur út…og bara nokkuð sáttur að vera fyrsti maður til að detta út á 10. tímabilinu 😉 Heimsi fyldi á eftir og síðan Lucky. Iðnaðarmaðurinn tók bubble sætið og skildi Bótarann og Kapteininn eftir í lokarimmunni.

Þrátt fyrir að Kapteininn hafði séð fjóra ása og hélt á AK í lokahöndinni þá tók Bótarinn sigur á 8-5 og landaði fyrsta sigri tímabilsins.

Lesa meira

Bústaðurinn 2019

Birt af þann 21. Aug 2019 Í Bústaður, Mót, Myndir | Engin ummæli

Margt gott gerðist í bústaðnum eins og alltaf…fæst ratar hérna inn en nokkrir punktar og niðurstöður úr keppnum fylgja hér.

Næsti bústaður

Hugsanlega fá menn verkefni fyrir næsta bústað eins og Hreinlætismeistari (sjá um að kaupa allt fyrir þrif 😉 og Pup Quiz stjórnandi sem Spaða Ásinn byrjaði á í ár og heppnaðist með eindæmum vel…kom í ljós að jafnvel formenn Bjólfs vissu nú ekki allt um klúbbinn 😉

Mannabreytingar

“það er bara allt kallt…on norður” – misstum 2 menn norður og 1 á leið erlendis þannig að það hefur aðeins fækkað. Kapteininn var formlega tekinn inn eftir að hafa staðið sig með príði á reynslutímabilinu og einnig var ákveðið að nýliðar væru sérstakir aðstoðarmenn formanns til að koma nýjum mönnum inní starfið og leyfa þeim að spreyta sig =)

Önnur mál frá Aðalfundi

  • Viðburðarstjórn fyrir 10 ára afmælisferð á næsta ári verða – Massinn, Bóndinn & Heimsi
  • Félagsgjöld verða áfram 12.000 og hækka uppí 20.000 1. janúar
  • Óbreytt regla að menn aðeins skráð stig eftir mót ef þeir hafa borgað félagsgjöldin
  • Hugmynd að vera með fastan varningur sem menn fá við inngöngu
  • Bústaður næst eða bara ferð var rætt (og hefur síðan þá verið ákveðið að sleppa bústaðnum fyrir ferð)
  • Pottnum / pottinn þarf að skýra (setjum inn upplýsingar um það hér, en í stuttu máli pottnum er með vatni, potturinn er með spilapeningum 😉
  • Útdeila verkum meira…

Bjór

Kapteininn byrjaði fyrsta árið sitt með því að landa Bjórmeistaratitlinum. Með titlinum fylgir sú kvöð að minna menn á að gera upp skuldir sínar og við höldum utan um hverjir hafa gert upp á bókhaldssíðunni.

Af öðrum fréttum að bjór var aðeins rætt um bjórinn Bóndinn og síðan í framhaldinu að það þyrfti að brugga Formanninn sem væri 9.12% 😉

Bjórmeistarinn

Formanni tókst að láta slá sig út af laginu og hélt að Lucky væri búinn að tryggja sér sigurinn. Þegar að hann var svo að slá inn síðustu menn inní stigatöfluna kom í ljós að Bótarinn hafði alltaf möguleikann á sigri sem og hann tók síðan með fræknum sigri í bústaðnum á Lommanum sem nældi sér í annað sætið.

Bótarinn fékk því rauða bolinn (aðeins búið að máta hann til af Lucky) og einnig Bústaðarmeistaratitilinn.

Sjá nánar í stigatöflunni fyrir Bjólfsmeistarann 2019.

Síðan eru hérna nokkrar myndir frá Bústaðarferðinni 2019 fyrir menn til að rifja glefsur upp.

Lesa meira

Áttunda kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 13. Apr 2019 Í Mót | Engin ummæli

Jæja, þá eru heimamótin öll á 9. tímabilinu eftir að 8 fræknir Bjólfsbræður hittust hjá Lucky í gærkvöldi.

Spilið byrjað

Einhverjir höfðu nú meldað sig að mæta en létu ekki sjá sig…er það talið vera spenningur fyrir bústaðnum og menn hafi ruglast eitthvað í skráningunni 😉

Bjórmeistarinn uppsker sitt

Timbrið fékk uppgjör frá Bótaranum og Mikkalingnum og hafa því 4 gert upp bjórinn sinn…þannig að það stefnir í að Timbrið gæti setið á góðum stafla í bústaðnum þegar menn klára að gera upp.

Kampakátir með bjórstigin sín

Lomminn og Kapteinninn nældu sér í bjórst og þar með er Kapteinninn kominn með forystu í Bjórkeppnninni, hægt að skoða stöðuna á stigatöflunni.

Sigurvegarar kvöldsins

Kapteinninn átti gott kvöld auk þess að ná sér í bjórstig tók han Lucky út og nældi sér í þúsarann og náði svo uppí annað sætið og fékk verðlaunafé.

Bennsi tók sigurinn eftir að hafa verið fjarverandi frá Bjólfskvöldum um nokkurt skeið…líklega hefur hann verið í æfingabúðum.

…næsta verkefni er bústaðamótið þar sem ræðst hver tekur Bjólfsmeistaratitilinn 2019, Bjórmeistarann, sigur í síðustu mótaröðinni, bústaðpottinn…hægt að glöggva sig á því á stigatöflunni… allt útlit fyrir að bústaðurinn verði ein stór veisla og skemmtun =)

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…