Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

M2 lokið

Birt af þann 4. Feb 2012 Í Mót, Myndir | 5 Ummæli

Þá er annarri mótaröð á þessu pókerári lokið. Það var Mikkalingurinn sem sigraði þessa mótaröð en Logi var sigurvegari kvöldsins og jafnaði þar með Mikkalinginn í keppninni um Bjólfsmeistarann 2012 auk þess að landa einum 7-2 sigri og sækir hart að Pusa í þeim leik (ekki alveg á það bætandi að mínu mati). Hægt er að kynna sér stöðuna á þar til gerðri síðu ef menn hafa einhvern áhuga á því.

Hvað mig persónulega varðar var þetta versta pókerkvöld sem ég hef átt og var þar um að kenna helvítis cash game-inu eftir mótið…en líklega mest áfenginu!

En framundan er ný mótaröð og nóg af stigum í pottinum og spilum í stokknum, það er bara spurning hvort það verði nóg að aurum í buddunni.

Loksins eru allir meðlimir bolaðir upp þegar Timbrið fékk sinn bol í hendur.

Lesa meira

Friday the 13th

Birt af þann 14. Jan 2012 Í Mót, Myndir | 4 Ummæli

Það var gríðargóð mæting á síðasta mót og vantaði aðeins Bóndann þar sem hann var upptekinn við að bjarga efnahag þjóðarinnar úti á ballarhafi. Við vorum því þrettán meðlimir á föstudaginn þrettánda og spiluðum þar með á tveimur borðum.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…