Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Dæmigerður Logi

Dæmigerður Logi

Önnur mótaröðin kláraðist hjá Gestgjafanum í gær. Það var sem áður vel veitt og Gestgjafanafnbótin farin að festast við hann…enda ávallt greifi að sækja heim (þó hann hafi nú ekki staðið sig nógu vel á heimavellinum og verið með yfirlýsingar að heimavöllurinn væri ekki að gera sig lengur…ég held að hann þurfi að fara að blása rykið af “blinginu” 😉


Annars vorum við bara 8 í þetta skiptið. Eitthvað voru menn uppteknir og vantaði nokkra af efstu mönnum í mótaröðinni.

beer
Screen Shot 2014-02-01 at 9.44.06 AM

Bjór & bjórstig
Gummi gosi gerði upp bjórinn með sérinnfluttum bjór ásamt smá blandi í poka sem ég hlakka til að smakka á 😉
Mikkalingurinn náði sér í bjórstig. Það var þegar að 8 mínútur voru eftir af 4. og síðustu lotunni sem að bjórstigin töldu. Þá leit hann niður á 27 og hækkaði vel. Ég var með Q10 og var að hugsa hvort hann væri með 72 þegar ég leit á tölvuna og sá að 2 tímar voru liðnir og foldaði…þá klikkaði ég á að skoða lotuna en ekki tímann þar sem pása telur líka inní tímann. Þannig að þetta bjórstig var unnið án þess að þurfa að spila og mikilvægt stig í bjórkeppninni þar sem við erum nú jafnir með 2 stig og Massinn & Bótarinn með eitt stig hvor.

Ásahöndin
Massinn & Robocop áttu góða rimmu í einni af fyrstu höndunum og slatti af chippum komnir í miðjuna. Massinn sýndi ásaparið og Robocop fylgdi á eftir með sömu hönd. Ekki oft sem að tveir fá ásaparið og man ég ekki einu sinni eftir því fyrr hjá okkur.

Dæmigerður Logi
Ég tók nokkrar hendur þar sem ég stóð alveg undir nafnbótinni að vera heppnasti spilarinn. Í eitt skiptið var Gummi allur inn á móti mér með ásaparið þegar aðeins var River eftir…en ég hafði nú flush möguleika sem og gosa til að fá röð. Ekkert lauf kom og Gummi hélt að hann hefði unnið en þar sem gosi var í borðinu var hann dottinn út. Nokkrar svona hendur koma yfir kvöldið og heyrðist nokkrum sinnum:

Þetta var dæmigerður Logi

Úrslit
Einn af öðrum duttu menn út. Eftir sigur á síðasta kvöldi var Bótarinn fyrstur út í kvöld. Iðnaðarmaðurinn fylgdi í kjölfarið. Massinn var næstur og náði ekki að fylgja eftir góðu gengi á þessu öðru kvöldi sem hann mætir á….enda var hann þreyttur. Gummi, Robocop fóru svo og Mikkalingurinn tók bubble þannig að ég og Bóndinn vorum komnir í baráttu um sigurinn.
Ég hafði farið að hitta á spilin á síðari hlutanum og hélt það áfram inní lokarimmuna sem gerði mér auðvellt fyrir að landa sigri.

Lokapotturinn
Sigurinn dugði mér til að ná sigri í annari mótaröðinni og fá aðra ★ tímabilsins. Robocop var stigi á eftir í 2. sæti og fékk smá sárabót af lokapottinum. 3. sætið skiptist milli Killersins, Bótarans & Mikkalingsins sem allir voru jafnir.

Bjólfsmeistarakeppnin
Með sigrinum skreið ég einu stigi fram fyrir Bótarann í baráttunni um Bjólfsmeistarann. Þannig að þetta er heilmikið barátta fyrri Bjólfsmeistara þar sem við erum búnir að vera að skiptast á forystunni og aðeins stig sem aðskilur þegar að 4 mót eru eftir.
En það eru margir enn í þeirri baráttu og verður fróðlegt að sjá hvernig Mikkalingnum gengur en hann er nú kominn uppí 3. sætið (ásamt Killernum) þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á 4 af 6 kvöldum tímabilsins og aðeins 7 stigum á eftir fyrsta sætinu.
Killerinn er því líka í góðri stöðu og til alls líklegur þrátt fyrir að hafa misst af þessu kvöldi.
Svo eru fleiri sem gætu farið á skrið og nálgast toppinn því þetta er fljótt að breytast…svona fyrir þá sem mæta, því þeir fá stig 😉
Til gamans er hægt að sjá þróun stiga hjá mönnum á línuriti.

Þakka gott kvöld eins og alltaf…nú er bara að bíða í 4 vikur og þá hittumst við hjá Massanum.
Síðan verður styttra á milli næstu 2. móta (3 vikur) og síðan verður smá lengra hlé fyrir lokamótið í bústaðnum í maí.

3 athugasemdir

  1. ég hefði örugglega verið pirraður hefði ég verið þarna, ég verð pirraður bara við að lesa þetta. Alltaf sami grísinn í þér Logi 😉

    Ánægður með metnaðinn í útreikningum og framsetningu stiga.

    • Ekki grís heldur skipulögð heppni 😉

    • Ekki grís, heldur skipulögð heppni 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…