Fámennt, góðmennt og lítið óvænt ;)
Eins og í fyrra þá var fámennt á annað kvöldið og voru aðeins sjö sem mættu til Bósa til leiks…fyrstu 6 mættu allir samklæddir og kom kannski ekki að óvart að sjöundi maðurinn mætti ekki eins klæddur var fyrsti maður út…tilviljun eða bara óheppni að mæta ekki rétt klæddur?
Bjór
Enginn bjór var gerður upp þ.s. beðið er eftir móti þegar Bósi, Bótarinn & Timbrið mæta allir saman til leiks og þá geta menn mætt með tvo bjóra handa hverjum 😉
Lucky Luke náði sér í eitt bjórstig og síðan kom upp vadamál varðandi sjöu-tvist sem ákveðið var að setja undir dóm þeirra sem ekki voru á staðnum. Þannig að hugsanlega á eftir að veita eitt bjórstig til viðbótar eftir hvernig sú umræða fer.
Spilið
Nágranninn byrjaði vel og leit vel út þegar komið var hlé. Pusi átti í smá vanda með Lucky Luke & Bótarann og meðal annars fékk Lucky bjórstigið sitt á móti ás-tíu hjá Pusa.
Mikkalingurinn fór fyrstur heim…enda ekki klæddur til samræmis við aðra 😉
Bósi fylgdi á eftir og Lucky stuttu seinna.
Nágranninn var næstur og þá hófst barátta Pusa & Hobbitans á móti Bótaranum sem var búinn að vera að týna menn út einn af öðrum.
Pusi endaði allir inn á móti Bótaranum með níu-tíu og móti ás-gosa (í hjarta) og þrátt fyrir að hitta á tíu þá fékk Bótarinn fimmta hjartað og kláraði Pusa.
Hobbitinn mátt sín lítils gegn Bótaranum sem skellti niður húsi með 5-7 á hendi og landa þar sem fyrsta sigrinum sínum á tímabilinu.
6. nóvember er næstu og það vantar gestagjafa…hver býður heim?
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…