Fimmta kvöldi 9. tímabils lokið
Það var sest beint við lokaborðið hjá Bóndanum þegar sex Bjólfsbræður hittust í gærkvöldi.
Mikkalingurinn byrjaði með látum og tók fyrsta pott og var ábyggilega langt kominn með að tvöfalda sig svo mikið gekk mönnum til í fyrsta spili og var lítið lát á þó liði á spil.
Mikkalingurinn náði sér í bjórstig og er þar með jafn Kapteininum og Bótaranum sem allir hafa tvö stig og aðeins Iðnaðarmaðurinn sem hefur eitt…aðrir hafa ekki náð sér í bjórstig.
Lukcy var fyrstur út, Mikkalingurinn fylgdi á eftir og síðan Bóndinn. Þá sat Bótarinn eftir á 5þ chippum og var búinn að hóta því að taka Hobbitann á þetta…en hann byrjaði fljótt og örugglega að safna að sér chippum…en eins fljótt og þeir komu þá fóru þeir fljótt aftur og Bótarinn varð að láta bubble sætið duga.
Það var fátt sem gat stoppað Nágrannann og í lokahöndinni sat hann með full hús af drottningum og kóngum og tryggði sér annan sigurinn í röð og annan sigurinn í mótaröðinni og er hann því með 5 stiga forystu fyrir síðasta mótið í mótaröðinni. Mikkalingurinn er í öðru og Bótarinn stigi á eftir honum.
Bjólfsmeistararkeppnin er æsispennandi þar sem Lucky og Bótarinn eru jafnir EF tekið er tillit til OPEN en þeir eru að fá OPEN mótið inn aukalega þar sem þetta miðast allt við lokin. En á stigatöflunni er hægt að sjá stöðuna með og án OPEN sem og annan fróðleik og enn frekara línurit um hvernig þetta hefur þróast er komið inná Bjólfsmeistarinn 2019 😉
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…