Fjórða kvöldi 9. tímabils lokið
10 fræknir Bjólfsbræður mættu til Lucky í gær og hjálpuðu honum við að klára bjórinn hans 😉 Einhverjar breytingar urðu á hverjir kæmust…Bósi datt út á síðustu stundu og Nágranninn náði að mæta…og sér ekki eftir því =)
Engin bjórstig rötuðu í hús og standa því leikar þar óbreyttir með Kapteininn og Bótarann efsta með 2 stig.
Nágranninn stóð uppi sem sigurvegari yfir Mikkalingnum og Lucky sem náðu sér í verðlaun. Nágranninn leiðir því aðra mótaröðina en Lucky heldur enn toppsætinu í Bjólfsmeistaratiltlinum. Bótarinn lagaði stöðuna sína þar móti Kapteininum en þessir þrír hafa mætt á öll kvöld og telur það enn sem komið er…en ef stigataflan er skoðuð eftir meðtali á kvöldi þá er Mikkalingurinn með besta skorið.
Næsta mót er OPEN mótið og stigin þar (milli Bjólfsmanna) telja inn ef menn hafa misst af móti eða til hækkunnar ef menn eiga lægri stig af örðu móti. Þá verða engin bjórstig í boði…en kostur að menn geta unnið upp ef menn hafa misst af móti eða náð að hækka slæmt mót.
Við sjáumst því næst á Bjólfsmóti í byrjun janúar og einhverjir kíkja jafnvel til mín næstu helgi 😉
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…