Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Formannspistill

Mér finnst það hafa verið flott framtak hjá Gunnari Axel a.k.a. Robocop að taka af skarið og reynt að smala mönnum í bústað og hjá Mikkalingnum að boða menn í límingu og spil. Þegar við erum ekki fleiri en þetta í klúbbnum skiptir hvert innlegg máli og ekki síður viðbrögðin. Mér finnst viðbrögðin hafa verið frekar dræm og erfitt að átta sig á því hvort menn vilja ekki taka þátt í því sem við erum að gera eða þeir eru ekki að fylgjast með. Mér þætti vænt um að fá að vita hvað menn vilja, hvort sem það er af eða á.

Að því sögðu spyr ég hverjir eru tilbúnir að fara eina nótt í bústað föstudaginn 20. maí laugardaginn 21. maí?

23 athugasemdir

  1. Tilbúinn, og búinn að taka daginn frá.

    En annars alveg sammála formanninnum, menn mættu alveg vera duglegri að láta í sér heyra svo menn viti af öllum 😉

    • sammála en ég hef verið í vandræðum að læra á síðuna. en tilbúinn 20 maí : )

      • samt alveg til í heila helgi : )

  2. Klár í bústað og er ég sammála um að menn verða að taka sig á.

  3. Er ekki hentugra að taka laugardaginn 21? Þ.s. menn gætu tafist vegna vinnu eða annara föstudagsverka.

  4. Ég er klár í sumarbústaðinn. Tek helgina frá.

  5. HANN ER MÆTTUR Á SVÆÐIÐ…HANN ER HRIKALEGUR…HVER ER HANN???…HVAÐAN KEMUR HANN???….HVERT ER HANN AÐ FARA???

    Til hamingju Egill með þitt fyrsta svar á hvaða formi sem er í Pókerklúbbnum Bjólfi (svaraði reyndar á Facebook fyrir El Grillo mótið). Getur þú pantað bústað frá KÍ? Átt þú ekki svo marga punkta? 😉
    Heyri betur í þér með þetta.

    Ég styð laugardaginn 21. feb.

  6. Mér líst vel á bústað 20 eða 21 maí, verð 99 % í landi á þessum tíma.

  7. Mæti pottþétt. búinn að taka helgina frá.

  8. Við erum komnir ca. 8 í bústaðinn og við Egill göngum frá bókun á morgun. Ég veit ekki alveg hvernig við tæklum umfram fjölda. Annað hvort troðum við eða tökum annan bústað ef þátttaka verður góð. Í augnablikinu eru 5 bústaðir lausir.

    Ég er búinn að setja upp bókunarkerfi fyrir mótin (sjá efst undir “Næstu mót”). Það er mun þægilegra að halda utan um þátttöku með þessu móti heldur en í commentum.

  9. Þetta er alveg frábært strákar.
    Hrós til Lommans og Egils…..

  10. Sælir félagar.
    Ég er klárlega með, þetta er sko efst á priority lista.
    Ég er alveg sammála með commentin, þurfum að vera virkari því ekki vantar áhugann. Þetta er bara eins og við Andri með tölvupóstinn á sínum tíma (í fyrra) þurfum bara að tileinka okkur að nota þetta form.
    Shit hvað ég er spenntur. Væri möguleiki að vera föstud fyrir þá sem komast líka? Taka smá upphitun?
    kv
    The Mass

  11. Sælir aftur.
    Voruð þið sérfræðingarnir eð búnir að spá í útfærslu á bústaðarmótinu?
    Myndum við setja upp mót eins og vanalega og svo cash borð on the side?
    Ég ætla að prufa að googla “weekend cottage poker with 8 naked guys”. Kannski koma sniðugar tillögur.
    Hvað komast margir fyrir í bústaðnum?
    kv The Mass

  12. Djöfull er ég ánægður að menn séu aðeins að vakna til lífs, jafnt tæknitröll sem og önnur tröll. Bú$taðurinn er $kráður 8 manna, þar af 4 kojur og 2 tvíbreið rúm og þar sem við félagarnir erum nú vanir að kúra saman gætum við verið 3 saman í rúmi 😉
    Bústaðamótið verður lengra. Núverandi mót eru um þrír og hálfur tími í spilun en hér verður um ca. 6 tíma mót að ræða með matarhléi. Annað hvort yrði cash game eða styttra aukamót on the side. Einnig verður boðið upp á ýmsa afþreyingu fyrir þá sem detta snemma út s.s. píluspil og playstation 😀
    Myndir og nánari upplýsingar um bústaðinn má finna neðst á mótasíðunni

  13. Ég er game í bústaðinn líka …. var búinn að láta Elvar vita í gegnum síma … en vildi líka taka þátt í þessari gleði hérna 🙂

  14. Ég mun mæta ekki spurning.

  15. Það stefnir í gott slútt í vor og menn greinilega spenntir fyrir bústaðaferð þar sem 10 meðlimir eru þegar búnir að boða komu sína. Nú fer að vera spurning hvort við tökum tvo bústaði eða þjöppum í einn með dýnum og miklu trausti milli manna í ljósi frétta af vinnuferðum í bústaði 😉

    Hvað segja menn, viljið þið hafa þröngt á þingi eða panta tvo? Tveir kosta 16.000 nóttin.

    Egill hefur verið veikur alla síðustu viku og því höfum við ekki enn pantað bústað. Það eru bara tveir 8 manna bústaðir eftir núna en nóg af 6 manna eldri bústöðum.

    Opnað hefur verið fyrir skráningu í bústaðaslúttið

  16. Ég væri alveg til í 2 bústaði.
    Bara drífa í að panta.

  17. Maður verður að taka mark á tvöföldum mótaraðameistara. Við Egill erum búnir að ganga frá pöntun á tveimur bústöðum 😀

    Og Bósi, farður svo að læra að logga þig inn 😉

  18. Glæsilegt!
    21. Maí er rauður dagur hjá mér a.m.k
    Búið að taka 2 sem eru hvað stórir?
    2 stk 6 manna = 12
    2 stk 8 manna = 16
    Eða 1 stk. 6 manna og 1 stk. 8 manna= 14

  19. Við erum búnir að taka tvo 8 manna. Það er nægur tími til stefnu en ef við verðum t.d. bara 10 getum við boðið skemmtilegum sérvöldum gestum með.

  20. Skemmtilegt hvað menn eru að taka þátt í umræðunni hérna 😉

    Það er snilld að taka tvo svona bústaði (og flott að skoða myndirnar á meðan maður skráir sig), bara lúxus fyrir Bjólfsmenn 😉

  21. Sælir. Snilld.
    Er samt ekki einhver til í að kúra?
    kv
    Mass

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…