Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Föst stigagjöf næsta vetur?

Föst stigagjöf næsta vetur?

Þetta eldheita mál hefur verið rætt nokkrum sinnum síðustu ár. Hugmyndin er að vera með fasta stigagjöf fyrir efstu sætin óháð því hversu margir mæta. T.d. 20 stig fyrir fyrsta sætið, 19 fyrir annað sætið og svo koll af kolli.

Ætla nú að hugleiða einhvera kosti & galla sem mér dettur í hug eða man eftir að hafa verið ræddir:

Ef þú missir af kvöldi er ekki hægt að vinna!
Ég setti upp stigagjöfina fyrir 2014-2015 tímabilið með þessu fyrirkomulagi og Bótarinn hefði haft sigur þrátt fyrir að hafa misst af einu kvöldi.  Mikkalingurinn hefði fallið úr 2. sæti niður í 4. og misst Lucky & Timbrið upp fyrir sig.
Þannig að rökin að menn geta misst af kvöldi eiga ekki við þar sem Bótarinn sem samt sem áður náð þessu (sem er ótrúlega góður árangur…enda var hann bestur 😉 En vissulega hefði Mikkalingurinn ekki náð 2. sætinu…

“Stöðugri” stigagjöf
Önnur rök eru að sigagjöfin verður þá ekki sambærileg milli ára…en hún verður samt “stöðugri” þar sem hámarksfjöldi stiga er fastur og sigurvegarinn alltaf með sama stigafjöldann óháð því hversu marga hann þurfti að sigra til að komast þangað.
Þannig er alltaf hægt að sjá að ef einhver var með 60 stig í þriggja kvölda mótaröð þá er nokkuð ljóst að sá hinn sami vann öll mótin. En ef það voru bara 7 sem mættu á öll kvöldin endar sá hinn sami með 21 stig sem gefur aldrei jafn mikið af stigum.

Stærð klúbbsins
EF farið verður í þessa breytingu þarf að huga að hvaða tölur á hafa fyrir efsta sætið. Ég sé fyrir mér 20 sem hámark á fjölda fyrir klúbbinn þar sem þá væri alltaf hægt að spila á tvemur tíu manna borðum.

Mæting eða stig
Klúbburinn snýst um það að hittast & spila og því má líta á það með tvemur sjónarmiðum; annars vegar að mæting ætti ekki að skipta máli, þeir sem komast hittast…og þá er ósanngjarnt að “refsa” þeim sem mæta ekki…en þá þyrfti nú aldrei neinn að mæta 😉 Hins vegar ef mætingin skiptir öllu máli þá er um að gera að hygla þeim sem láta sjá sig alltaf. Þannig að það mætti horfa á þetta svona: hvort er sanngjarnara að “besti” spilarinn vinni eða sá sem mætir oftast?

Ég er á því að við viljum frekar gefa mönnum meira fyrir að vera duglegir að mæta…en ég er kannski hlutdrægur þar sem ég reyni að missa ekki af kvöldi. Þannig að menn hafa tækifæri núna til að koma með góð rök fyrir hvorri leiðinni sem er áður en tímabilið byrjar 😉

4 athugasemdir

  1. Ég var reyndar að miða við 15 stig fyrir sigur þegar ég endurreiknaði þetta og Bótarinn vann þrátt fyrir það. En ef ég uppa það í 20 stig fyrir sigur þá er mæting farin að telja það mikið að Bótarinn missir sigurinn…þannig að ég er ekki viss…er samt svo “skotinn” í því að það sé eitthvað max skor sem er hægt að ná 😉

  2. Mér líst vel á þetta allt, fyrir mér persónulega er að ná að mæta 20 rokk sitg hjá mér. Hlakka til að hefja þetta tímbil. VÚBB VÚBB!!!!!!!!

  3. Hugmynd
    En hvað ef t.d. 8 mót/kvöld af 9 sem telja, (Hefur 1 mót sem þú klúðrar eða kemst ekki sem telur ekki)

    Það er fúlt að vera út ef þú kemst ekki í 1 skipti,,

    • Þetta er reyndar mjög góð hugmynd fyrir Bjólfsmeistarann, að láta bara X mörg kvöld telja.

      Þá telja 9 kvöld af 10 og þeir sem missa af einu sleppa inn og þeir sem ná öllum mótum missa sitt “versta” skor út…

      Mér líst vel á þessa hugmynd.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…