Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Föstudagskvöld hjá Bósa

Föstudagskvöld hjá Bósa

Síðasta kvöldið fyrir bústað er á föstudaginn og það er enginn annar en Bósi sem býður heim. Skráningin er hafin og verður fróðlegt að sjá hvort við sláum mætingarmet en 11 hafa mest mætt á mót á þessu tímabili.
Bótarinn & Lukku Láki eru í baráttuni um Bjólfsmeistarann en orðið ólíklegt að aðrir skipti sér að nema að þeir stígi feilspor og falli snemma út.
Einnig þurfa menn að fara að ná að skála Lukku Láka við í bjórstigum en hann er með 4 stig og 2 stigum meira en Mikkalingurinn en óvenju fá stig hafa komið í ár…en reyndar komu flest þeirra í fyrra í bústaðnum.


En það er líka keppni um lokapottinn í síðustu mótaröðinni sem er alltaf stærsti lokapotturinn þar sem eru fjögur kvöld í stað þriggja.
Skráið ykkur og við sjáumst á föstudaginn hjá Bósa =)

2 athugasemdir

  1. Massinn: reddar þú borðinu til Bósa?

  2. Upprifjun frá síðasta móti hjá Bósa. Það var gott mót og setið lengi vel á eftir og spjallað. Hef líka heyrt að Killerinn sé búinn að taka rafmagnið í gegn og spurning hvort það eigi eftir að breyta einhverju um framgang spilsins…hann hefur væntanlega sett upp myndavélar sem bara hann og Bósi hafa aðgang að.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…