Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Frásaga af borðum og örlögum þeirra

Horft með áðdáun á upphaflega borðið okkar

Lommaborð þat, er í upphafi var smíðað af miklum hagleik og næmri hendi, hélt eigi aðeins kyrru fyrir í samkundunni í nokkur ár. Flutt var það í geymslu Heimsa, þar sem það hvíldi um stund og lá í dvala, þar til það var borið til bústaðar, er sumir telja hafa verið um árið 2015. En eigi hlaut það þar langa dvöl, því brátt var það aftur flutt heim í geymslu og síðan skilið eftir í bílskúrnum er Heimsi flutti frá Hveragerði. Þar lauk för þess með því að því var kastað á haugana — og urðu það örlög þess borðs. Margir syrgja nú, því borð þetta þótti snilldarverk og góður gripur, og menn minnast þess með gleði.

En þá var til annarra borða að líta.

Massaborð var eigi stórt né prýðilegt, en þjónaði þó sínum tilgangi þegar fjölmennt var á móti og tvö borð þurfti að leggja. Lítið var það um sig, og mátti það smátt pakka og burt bera. En enginn veit nú hver örlög þess urðu, þó telja sumir að það hafi orðið gegnsósa af drykkjum gegnum árin, oftar en einu sinni, og misst styrk sinn og samlyndi í liðamótum.

Nokkru síðar fengum vér annað borð, átthyrnt á löppum, og nefndu menn það Massaborð 2.0. Það fór með tíð og tíma í geymslu Iðnaðarmannsins, en sá seldi það brátt fyrir fyrsta boði, því geymsla hans þoldi eigi lengur við.

Fyrrverandi formaðr lagði fé í nýtt borð, og var þat nefnt Logaborð. Það reyndist vel og þótti bæði sterkt og veglegt. En að lokum þótti það of mikið fyrirferðarmikið og var úr því þá smíðað “Bjólfsborðið, hið nýja og handhæga” — sem sumir kölluðu Lokaborð þar eð mátti loka því, eða brjóta, saman, fékk það einnig uppfærslu og Þat var mikil betrumbót og hentaði einkar vel til flutninga.

En kom sá tími, þegar fyrrverandi formaður beið, eitt sinn með borð í bíl fyrir utan hjá Bóndanum, þess að vind lægði til að hann mætti hlaupa inn með gripinn að hann hugsaði með sér að eitthvað handhægara yrði að nota heldur en þessi borð.

Upp frá því og eptir öll þessi borð, gripi og gæfuverk, snerum vér oss að nýjum sið. Létum vér af því að burðast með íburðarmikil borð og tókum í staðinn upp dúka, er auðveldlega mátti troða í hólka og hefur iðja sú verið skemmtun hin mesta þar sem menn spreyta sig á að loknum mótum að troða dúkum í hólkana.

Þar með lauk skeiði borðanna og hófst nýr tími, tími dúks og einfaldleika.

One Comment

  1. ❤️😘

Skila eftir athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…