Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Friday the 13th

Friday the 13th

Það var gríðargóð mæting á síðasta mót og vantaði aðeins Bóndann þar sem hann var upptekinn við að bjarga efnahag þjóðarinnar úti á ballarhafi. Við vorum því þrettán meðlimir á föstudaginn þrettánda og spiluðum þar með á tveimur borðum.

Það voru ekki allir óheppnir á þessu móti þrátt fyrir dagsetninguna tók Bósi nokkra heppnispotta sem skiluðu honum í 2. sætið 😉

Það var smá “incident” þegar Mikkalingurinn sneri við þremur spilum, Hobbitinn var allur inn og Bósi hafði sett lítilræði í pottinn. Ég vill meina að það eigi að vera hægt að treysta meðlimum í svona stöðu, alveg eins og þeim er treyst fyrir að skipta út spilapeningunum sínum. Því hefði ég talið eðilegt að spyrja Mikkalinginn hvað hann hafi verið með á hendi, taka aukapilið frá og láta þar við sitja. Við spilum jú af heiðarleika 😉 Fyrir utan að það skipti ekki máli í þessu tilfelli hvaða tvö spil hann hafi verið með.

Helvítið hann Pusi þurfti endilega að vinna tvívegis á sjöu og tvist og tekur við það afgerandi forystu í leiknum.

En sigurvegari kvöldsins var Timbrið og halaði hann inn 13 stigum sem skilaði honum í 2. sætið í M2, tveimur stigum á eftir Mikkalingnum.

Myndband af lokahöndinni

 Myndir frá kvöldinu

4 athugasemdir

  1. Gott kvöld í gær (þó svo að Iðnaðarmaðurinn hafi tekið mig út á heppninni). Gaman að ná aftur 2 borðum, það gerir þetta svoldið skemmtilegt.

    Líka gaman að sjá hvað dreifingin á verðlaunum er jöfn, bara nokkrir sem þurfa að fara að ná sér í verðlaunasæti þannig að allir séu að taka inn. Mikkalingurinn lítur samt mjög vel út, búinn að vera stekur undanfarið og varðandi uppákomuna í gær þá held ég að það verði að vera þannig að allir þeir sem eru með í höndinni ættu að þegja og allir aðrir ákveða. Ég var ekki sammála hvernig þetta var leyst en Mikkalingurinn á bara heiður skilið fyrir að hafa endað á því að gefa sig…get ekki séð fyrir mér allir hefðu gert það.

    Ég var þvílíkt sáttur að fá loksins 72 á hendi (held það hafi ekki gerst síðan 72 reglan var sett á) og ekki verra að ná að landa sigri og fá prik og heldur ekki verra að Bósi lagði niður röð á móti sjöuparinu mínu 😉 Enda voru góðar líkur á lit þannig að það var nú vel skiljanlegt 😉. En síðan rauk Pusi fram úr í bjórkeppninni þannig að maður er farinn að vona að fá 72 á hendi til að skáka honum 😉

  2. Mér finnst í raun gaman hvað menn taka þetta alvarlega þrátt fyrir aðeins 1.500 kr. buy in. Það sýnir bara að mönnum er ekki sama og allir vilja vinna 🙂

    Ég held að það sé ekki hægt að búa til reglur sem ná yfir allar aðstæður sem mögulega gætu komið upp og því er alltaf möguleiki á að e-ð þurfi að leysa á staðnum. Ef ekki gengur að láta heiðarleikann ráða er ég sammála um að þeir sem ekki eru í pottinum skuli hafa úrslitaatkvæðið en það gæti líka verið snúið ef margir eru í pottinum eða haft lagt mikið í pottinn.

  3. Fór og keypti mér kodda í IKEA í dag fyrir vinningsféið. Þið ættuð því að geta sofið vært vitandi það að ég sef vært!
    Takk fyrir skemmtilegt kvöld.

    • Passaðu þig á koddanum, vilt ekki koma illa sofinn á næsta mót eftir slæma drauma í kjölfar þess að hafa lagt “heiðarleikann” á hilluna 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…