Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Fyrsta heimamót í 250 daga

Bjólfsbræður ánægðir með að geta hist á ný

Það voru glaðir bræður sem hittust aftur eftir hátt í ár af fjarspilum fyrir utan eitt lokamót í maí.

Bjórinn

Einhverjir gerðu upp bjórinn sinn…frá því í fyrra og jafnvel nokkur ár aftur líka 😉 og sumir sýndu hvað í sér býr og gerðu upp bjórinn sinn þó þeir væru nýjir og skuluðu ekki neitt…Hr. Huginn alveg að stimpla sig inn með að smella kippu á Mikkalinginn =)

Fyrsta (heima)mótið var (að vanda) haldið hjá Iðnaðarmanninum og það eru alltaf allir í góðu yfirlæti hjá honum. Afmæliskaka fyrir Nágrannann sem átti afmæli daginn áður sem og kaka með okkur á rafmóti auk allra annara veitinga sem hann bauð uppá.

Engin bjórstig fengust á kvöldinu og staðan óbreytt, sjá nánar á stigatöflunni.

Skemmtiatriði

Hr. Huginn fékk að hitta menn í fyrsta skiptið og átti klárlega kvöldið með skemmtiatriðum sem munu seint gleymast…eða verða toppuð…þetta var klárlega sögulegt kvöld =)

Þegar átti að skella í skemmtiatirðið hjá nýliðanum þá gaf sig útileguborðið og bjór, spilapeningar, spil og fleira enduðu í einum potti á gólfinu…og búið að splassa þeim potti í einn góðan hrærigraut.

Það tókst að þrífa og skipta peningum bróðurlega á milli sín og halda áfram að spila…mesta furða hvað menn voru “fullorðnir” yfir þessu =)

Síðan var hent í skemmtiatriðið þegar allt var komið í samt lag og óhætt að segja að þetta hafi verið lang besta atriði nýliða hingað til og spurning hvort þetta verði einhverntíman toppað =)

Spilið

Spjallað

Þó að Hr. Huginn hafi átt margt á kvöldinu þá var það ekki spilið og tók hann fyrstur hattinn sinn. Bóndinn fylgdi á eftir honum og svo Lucky. Massinn, Ásinn og Hobbitinn voru næstir og síðan Iðnaðarmaðurinn, Bósi og Nágranninn.

Kapteininn tók svo bubble sætið og Bótarinn þriðja sætið. Lokarimman endaði þannig að Mikkalingurinn var að játa sig fyrir Timbrinu sem tók sigur…kemur sterkur inn eftir að hafa verið fjarverandi á rafmótunum.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…