Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hann kom til að sjá og sigra !

Hann kom til að sjá og sigra !

Lomminn kom óvænt fullur eldmóðs afmælisdeginum á afmælismótið. Skemmtielgt að fá hann á móti og byrjuðum kvöldið á að taka rölt á Ljónið og nærast þar sem allir mættu (þó ekki væru nema 8 að spila).

Síðan var sest niður og fóru menn beint á Lokaboðið.

Það var líkt og síðast þear Lominn mætti að hann var í gírnum og skilaði sannfærandi sigri þó svo að maðurinn í öðru sæti hafi ekkert gefið honum eftir.

Það sem eru jafnvel stærri fréttir að Heimsi gerði harða atlögu að Lommanum og náði sér í annað sætið og þar með fyrstu verðlaunin sem að hann nælir sér í. Enda hefur hann verið sýna stórkostlegar framfarir í mætingu og búinn að margfalda mætinguna sína frá fyrri árum.

Eftir 6 ára spilamennsku er hann loksins kominn á blað. Góður afmælisdagur hjá klúbbinum og jafnvel enn betri hjá Heimsa og jafnvel ennþá betri hjá Lommanum 😉

Staðan & stig
Bótarinn náði sér í bjórstig og er nú kominn með 2 og staðan hefur verið uppfærð. Lucky er með yfirgnæfandi forystu og aðeins hann og Mikkalingurinn sem hafa mætt á öll mót tímabilsins þó svo að Mikkalingurinn hafi ekki byrjað vel og á langa vegferð að ná Lucky. Nágranninn mætti ekki í gær og saxaði því ekki á toppsætið.

Takk fyrir enn eitt gott kvöld, til hamingju með 6 ára afmæli, gaman að sjá Lommann og þökkum Binnu fyrir að fresta London fluginu hjá þeim um einn dag, enn og aftur hamingjuóskir til Heimsa að ná vinning og Mikkalingurinn fær þakkir fyrir heimboðið og að skipuleggja matinn fyrir spil =)

P.s. Iðnaðarmaðurinn ætlaði að setja upp Facebook grúppu, þanniga að kannski fer góð umræða í gang þar í framhaldinu.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…