Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hvalur 2


Önnur mótaröðin var kláruð hjá Lucky í gær og voru það 9 Bjólfsmenn sem mættu á svæðið og var því spilað á 2 borðum þar sem við spilum bara 8 á einu.

Lominn lét sjá sig byrjaði með nokkrum látum (dæmigerður Lommi) en náði nú ekki að stela sigrinum í þetta skiptið eins og oft þegar hann gerir sér ferð á mót.

Pusi mætti sterkur inní bjórkeppnina og nældi sér í 2 stig og Iðnaðarmanninum varð svo um að hann náði sér í eitt líka til að halda góðri forystu og Lucky náði sér einnig í eitt.

Margar góðar og skemmtilegar hendur sem mættu og gott kvöld eins og alltaf þar sem kunnugleg sjón var þegar Mikkalingurinn og Bótarinn sátu tveir í lokarimmunni eftir að Robocop tók bubble sætið.

Hvalurinn tók þetta á endanum og tryggði sér þannig sigur í annari mótaröðinni. Bótarinn færir sig nær Iðnaðarmanninum sem heldur samt góðri 3ja stiga forystu í Bjófsmeistarakeppninni og nú er nú eru aðeins 3 heimamót og síðan bústaðurinn eftir af tímabilinu.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…