Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hvalurinn ósigrandi

Hvalurinn ósigrandi

Það var góður fjöldi af mönnum sem settir niður í 2 spilinu í lokamótaröðinni í gærkvöldi. Gummi bauð heim og uppá ýmsilegt gott að drekka þó menn hafi nú verið nokkuð rólegir…

Spilið fór af stað með miklum æsing þegar Mikkalingurinn þurfi að kaupa sig inn eftir fyrsta spil og menn endurðu nokkrum sinnum all-in í fyrstu spilum. En þetta buy-in hjá hvalnum gafst honum vel og varð hann fljótt stór og mikill og erfiður viðureignar.

Tvær bjórhendur komu í kvöld. Ég náði stigi og tók þar sem eins stigs forystu á Killerinn og Bjórmeistari síðasta árs náði sér í einnig í stig og er þá jafn Killernum í öðru sæti.
Höndin mín gaf mér góðan pott en eftir litla hækkun pre-flop sá Gummi mig. ÁKQ sýndu sig í floppinu og ég hækkaði og var séður. Útlitið var ekki gott en 7 á turn gaf mér möguleika og endaði spilið þannig að ég fór all-in og Gummi lagði frá sér ásaparið og dýrmætt stig í höfn hjá mér og þessari spennandi hliðarkeppni.
Pusi tók sína líka með ÁK10 í borði og 2 gaf honum vonina sem hann þurfti til að landa sigrinum.

Kvöldið einkenndist af áttum, en það voru ófá settin af áttum sem tóku sigra og átta var yfirleitt í borðinu.

Hlé var gert á spilinu þegar Timbrið bauð uppá Dominos pizzur og allir komu vel sáttir & saddir að borðinu eftir það 😉

Einn af öðrum duttu menn svo út. Þegar fór að verða lítið eftir af Massanum tók hann Hobbitann á þetta og fór að hanga og tókst að 20-falda sig upp (úr 100 kalli í 2000 😉 áður en hann var allur.
Timbrið fór allur inn með Á3 sem gaf honum röð með 24579 í borði þegar að fjarkinn kom á river. Mikkalingurinn tók sér góðan tíma að láta Timbrið telja eins og hann væri að fara að borga honum…en stoppaði menn svo af þegar átti að fjarlægja spilin og sýndi 68 sem gáfu honum hærri röð og Timbrið dottinn út.

Bótarinn var bubble og ég náði 3ja sætinu. Pusi var annar og enginn gat neitt gert við yfirburðum hjá Mikkalingnum sem landaði öðrum sigrinum í röð og er með væntlega stöðu í mótaröðinni þegar tvö spil eru eftir. Hann er með 19 stig á meðan Timbrið heldur öðru sætinu með 14 stig og ég, Eiki & Massinn erum í 3ja sætinu með 10 stig. Pusi og Hobbitinn eru svo einu stigi á eftir okkur en aðrir neðar í listanum og eiga erfiða leið til að næla sér í hluta af lokapotti síðastu mótaraðarinnar.

Gott kvöld að baki og nú er mánuður í síðasta mót fyrir bústað…það styttist í lokin á tímabilinu. Baráttan um Bjólfsmeistarann í ár er ekki mjög spennandi og þarf ég að detta fljótt út á síðustu mótum til að einhver spenningur færist í þessa keppni. En nóg af spennu í baráttunni um síðasta lokapottinn og bjórmeistarann 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…