Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hver verður næsti Bjólfsmeistari?

Nýtt tímabil er alveg að fara að byrja og spurning hver ætlar sér að taka Bjólfsmeistarann í ár.

Á síðunni Bjólfsmeistarar má sjá alla meistara frá upphafi sem og stiga og verðlaunamet.

Þessi listi er nú frekar stuttur þar sem það eru enn bara þrír sem hafa hamapað titlinum og alveg orðið tímabært að nýjir menn fari að girða sig í brók og skáka þeim þremur.

Mikkalingurinn á stigametið og sama fyrirkomulag verður á stigunum á ár þannig að það er hægt að skáka það…en verðlaunametið gæti verið erfitt að slá hjá honum þar sem sigurlaunin úr OPEN töldu hjá honum þegar hann landaði því síðast og það telur á við nokkur almenn mót…þannig að menn verða að taka OPEN mótið til að eiga möguleika á að slá verðlaunamatið 😉

Lucky landaði sjöunda Bjólfsmeistaratitilunum síðast og spurning hvort hann er bara búinn að eigna sér þetta sæti með því að hafa sigrað síðustu þrjú tímabil? Eða mun nýr meistari koma fram á komandi tímabili…línur byrja að skírast á föstudaginn…og þeir sem mæta eiga miklu betri möguleika 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…