Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Jólamótið 2012 – úrslit

Jólamótið 2012 – úrslit

Það voru 26 spilarar sem voru tilbúnir að taka þátt í jólamóti Bjólfs þetta árið í ausandi rigningu og slagveðri og þrátt fyrir óvissu með færð komu menn alla leið frá Breiðdalsvík. Í ár tóku tveir kvennmenn þátt og er gaman að segja frá því að önnur þeirra var móðir mín. Hún stóð sig bara þokkalega og hafði gaman af því að segja frá því að hún náði lengra en Jón Valur.

Þó svo að það hafi verið gaman að mamma hafi tekið þátt, var mesta ánægjan yfir því að það var enginn annar en Bjólfsmaðurinn Eiríkur frá Bót sem hreppti 1. sætið sem góðri spilamennsku auk þess sem hann hitti vel allt kvöldið. Hann var að vonum ánægður með sinn fyrsta sigur og höfðinginn sem hann er bauð hann þeim spilurum sem voru eftir upp á bjór.

Mótið gekk snuðrulaust fyrir sig enda komin reynsla í fólk. Heildarvinningsupphæð var 104 þúsund og skiptist milli 5 efstu manna. Auk þess voru veitt aukaverðlaun fyrir þann sem sló Nikolas Grabar út þar sem hann var sitjandi Seyðisfjarðarmeistari. Að þessu sinni gaf Aldan þá drykki sem verðlaunahafinn hafði verslað auk þess að bæta jafnmörgum við.

  1. Eiki Bót – 43.500 kr.
  2. Dawid hennar Sigríðar – 26.00 kr.
  3. Maggi Stefáns 15.500 kr.
  4. Roberto – 10.500 kr. – hreppti einnig aukaverðlaunin (vantar mynd)
  5. Kiddi trymbill – 8.500 kr.

Takk fyrir í ár og vonandi fer maður að láta verða af stofnun pókerklúbbs á Seyðisfirði,

Elvar Lomm, fyrrv. formaður Bjólfs

3 athugasemdir

  1. Augljóslega verið frábært mót eins og við var búist. Gaman að sjá innfædda í efstu sætum og sérstaklega að sjá Bjólfsmann í efsta sætinu, enda ríkjandi Bjólfsmeistari á ferð og vel undirbúinn 😉
    Alltaf gaman að sjá hvernig þetta gengur og ég býð spenntur eftir pókerklúbbnum á Seyðis…þá geta klúbbarnir haldið sameiginlegt mót á hverju ári og skipst á að sækja hinn heim 😉

  2. Frábært. Gaman að sjá Bjólfsmann taka þetta. Eiki, þú gerir okkur stolta. En Jón Valur, við erum kannski ekki eins stoltir af þér, en ég hef heyrt að Óla sé mjög góð. Kannski ekkert til að skammast sín fyrir.

    • Já Óla var með þetta: -) Eiki var í svakalegu stuði að það átti enginn séns. Hann tók mig þú eftir þú 50 mín. Spil með röð á móti 3 drollum. Þetta var ansi flott hjá stráknum.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…