Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Karma?

Karma?

Síðasta mótið í fyrstu mótaröðinni (nefnt Dauðamótið) var tekið hjá “Lucky Luke” og ég held að það sé alveg sannað að það ákveðin “heppni” sem fylgir honum/mér þó svo ég geti vissulega líka verið “óheppinn”…

og dottið fyrstu manna út á lokamóti.

Timbrið var í góðri stöðu fyrir mótið með 3ja stiga forskot. Logi var á eftir honum og sendi honum fljótlega tóninn með að taka hann út í upphafi kvölds eftir hálftíma spil. Nokkrir keyptu sig inn aftur og ekki leið á löngu eftir að ekki mátti kaupa sig inn að menn fóru að detta út.

Röð manna út:

  • Bósi datt út fyrstur og náði ekki að fylgja eftir góðu gengi á síðasta móti.
  • Timbrið féll næst fyrir Loga, þanngi að sokkarnir sem Egill fékk lánaða hjá Loga voru klárlega ekki happasokkar.
  • Pusi var tekinn út af Loga & Kára en náði sér þó í mikilvægt bjórstig og er SÁÁ þannig búinn að jafna aðra í bjórkepnninni.
  • Gummi varð að játa sig sigraðan móti Mikkalingnum sem tók einnig út Robocop í sama spili. Robocop er með mjög stöðuga stigagjöf á mótinu með 5 stig fyrir hvert mót og hefði aðeins þurft 2 stig í viðbót til að ná inní lokapottinn.
  • Hobbitinn datt skyndilega úr leik og var það Kári “killer” sem tók hann út, flestum kom svoldið að óvart hvað hann hvarf skyndilega frá borðinu þar sem hann er þekktur fyrir að ná að hanga lengi á engu, en það tókst ekki í þetta sinn en hann fór með bjórstig frá þessu móti sem er alltaf gott.
  • Massinn var næstur og Killerinn tók hann líka en Massinn stóð sig vel og þrátt fyrir að hafa bara mætt á 2 kvöld í þessari fyrstu mótaröð náði hann að jafna Eika að stigum og stal þar sem 3ja sætinu í lokapottinum með færir mót spiluð. Massinn virðist vera að ná nálgast aftur formið sem hann var í á þarsíðasta keppnistímabili.
  • Killerinn þurfti að láta sér bubble sætið duga þegar Logi tók hann út og missti af verðlaunasæti en komst mun lengra á þessu kvöldi heldur en því fyrsta.
  • Eiki var að láta 3ja sætið duga þegar Mikkalingurinn tók hann út og meistari síðasta tímabils kominn á blað í verðlaunum.
  • Mikkalingurinn náði að sækja vel á Loga en varð á endanum að láta sér annað sætið duga og þar með kominn á blað eftir slæmt kvöld á síðasta móti.
  • Logi var nokkuð stöðugur frá upphafi og náði sér fljótt í góðan stafla sem hann hélt og náði svo sigurhöndinni á afmælisdaginn sinn.

Örfáar myndir náðust og skemmtilegt að Stofnandinn var meðal oss og fylgdist grannt með öllu. Allt fór þetta vel fram og þó svo að gestgjafinn hafi ekki sinnt hlutverkinu vel (fyrir utan að bjóða uppá Somersby) þá hefur hann lofað að standa sig betur í næsta móti sem verður á sama stað 😉

Logi tók því fyrstu ★ ársins, Timbrið öruggur í öðru sæti og Eiki og Massinn eru jafnir í 3-4 sæti með Robocop á hælunum og baráttan um Bjólfsmeistarann heldur áfram.

Einhver umræða skapaðist um “heppni” en “heppnin” er jafnvel Karma þar sem Logi er mjög duglegur að halda utan um klúbbinn og taka þátt í umræðinni á heimasíðunni. Til að skoða þetta varðandi aðra þá sjáum við að Timbrið og Massinn hafa aðeins verið að setja inn efni á síðuna og Timbrið er í öðru sæti í fyrsta móti og Massinn nær að stela 3ja sætinu í lokapottinum frá Eika með færri mótum spiluðum.
Þannig að ég legg til að menn taki virkari þátt hér á síðunni og njóti afraksturs þess á næsta móti 😉

2 athugasemdir

  1. Og fyrir áhugasama um að taka meira þátt í síðunni þá eru leiðbeiningar á Innskráningarsíðunni í gula kassanum varðandi helstu atriði við að segja inn efni sem ætti að geta nýst mönnum við að læra á þetta…en annars hafiði bara samband við mig ef ykkur vantar frekari upplýsingar 😉

    Takk fyrir gott kvöld, gaman að sjá hvað mætingin hefur batnað frá fyrsta móti 😉

    • Vel mælt herra formaður. Djö maður, ekki datt mér í hug að ég myndi enda þetta ofarlega, snilld. Það er eins og þú segir Logi, karma.
      Kannski ég bara hafi íbúðina í skúrnum undir klúbbinn. Jane er örrugglega til í það:)
      Takk fyrir gott kvöld, hlaka til að hitta ykkur á Jóla/afmælismóti.
      kv
      Massinn

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…