Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Keppnin um síðustu stjörnuna er hafin

Keppnin um síðustu stjörnuna er hafin

Á heimavelli Bósa settumst við 11 niður við Lommaborðið. Það er alltaf erfitt að vera svona margir við borðið en bara kósy…NO HOMO 😉

Gestgjafinn var undirbúinn: viskí & tilbúin glös fyrir menn til að ganga í.

Spilið hófst og ekki var nú sérlega mikið um innkaupa en nokkrir hækkuðu aðeins pott kvöldsins. Timbrið byrjaði af miklum krafti og náði að halda því þokkalega út. Ég var hins vegar ekki að fá nein spil (og lítíð hægt að gera með 10 aðra við borðið þegar maður hefur ekkert).

Ásapar á hendi kom oftar en einu sinni. Ekki voru menn alltaf að ná að halda út á því, einhverntíman lét það í lægri hlut fyrir setti af 8. En þegar Eiki Bót sat með ásaparið á hendi og átti líkið af chippum var hálf sorglegt fyrir hann að eiga ekki góðan stafla þar sem það mættu 2 ásar í borð til viðbótar.

Gummi var með yfirhöndina með tvö pör á móti Bósa með ásapar þegar par í borð á river sendi Gumma heim. Pusi var næstur út og svo Gunnar Axel áður en ég fór allur inn með JJ en staflinn minn var lítill og Hobbitinn sá hann án umhugsunar með ÁK og hitti á kóng og sendi mig heim og náði í þúsarann sem var á mér. Þá vorum við Hafnfirðingarnir báðir dottnir út og ákváðum að segja þetta gott og rúllum heim í fjörðinn.

Nú verða aðrir að kommenta og fylla uppí hvernig leikar fór eftir þetta. En Massinn sendi mér mynd af úrslitunum sem eru komin inná stigatöfluna. Bósi rétt missti af verðlaunum á heimavellinum en Hobbitinn náði að tóra í 3ja sætið. Timbrið var að láta sér nægja 2 sætið fyrir Mikkalingnum sem tók sigur í fyrsta kvöldinu í lokamótaröðinni í ár. Þetta er gott mót til að standa sig vel þar sem það er einu kvöldi meira og lokapotturinn verður því mun hærri og menn verða að halda áfram að saxa á forskott mitt í meistarabaráttunni til að gera hana spennandi 😉

4 athugasemdir

  1. Ég náði einni hönd, það var eina höndin sem ég átti möguleika á að vinna á spilunum. Stundum hittir maður bara ekki og það er erfitt að blöffa þegar 10 aðrir sitja við borðið 😉

    Gott kvöld…eins og alltaf í þessum hóp.

  2. Bíddu bíddu ég var ekkert að tóra, ÉG VAR MEÐ GAMEPLAN 😉

    • Var ekki gameplanið að tóra þangað til að allir aðrir væru dottnir út 😉

  3. Þetta var aðeins gloppóttara hjá mér eftir að þú fórst Logi. Ég leitaði töluvert í bokkuna og þannig varð allt í meir móðu en vanalega. Annars fór ég í cash game og tók kappana í nefið.
    Hlakka til næsta móts.
    kv
    Mass

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…