Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Kex og ostar

Kex og ostar

Það er að ekki að spyrja að því frekar en fyrri daginn þegar Iðnaðarmaðurinn er sóttur heim, veitir hann vel. Það er alveg spurning um að festa honum verðlaunasæti þegar hann heldur mót til að hann hafa upp í kostnað. Hann var með ostaþema að þessu sinni og gátu menn gætt sér á djúpsteiktum ostafingrum og osti í spraybrúsa ofan á kexið. Snakkið og hneturnar voru á kantinum og boðið var upp á klassískan GT auk bjórs fyrir þá sem gleymdu bjórnum sínum í frystunum heima.

Mótið var þrælskemmtilegt að vanda og eru línur aðeins farnar að skírast í Bjólfsmeistaranum en enn eru tvö mót eftir í þessari mótaröð og því verður lokapotturinn aðeins stærri í M3. Enginn vann á 72 og standa leikar óbreyttir þar. Töluvert var um að meðlimir skráðu sig ekki úr mótinu, eða of seint, og fengu refsistig. Þrátt fyrir óheiðarlega en sannfærandi tilraun Massans til að telja okkur trú um að hann hafi skráð sig fyrir miðnætti var honum lítt ágengt þar sem stafrænu gögn síðunnar sýndu svo ekki var um villst að skráningin fór fram samdægurs mótinu.

Logi hefur ekki látið giftinguna trufla einbeitinguna og heldur uppteknum hætti og fyrir syndalífið en hann sigraði Pusa að lokum auk þess sem hann sló Bósa út og vann sér þar inn auka 2.000 kr. Hann hefur því tekið nokkra forystu á peningalistanum.

Eftir mótið fóru sumir í mini mót og kunnu þeir betur við það heldur en cash game.

Næsta mót er 27. apríl og eftir það er ekki nema 2 vikur i bústaðinn… 🙂

3 athugasemdir

  1. Takk fyrir mótið og gestgjafinn fær sérstakar þakkir, það verður erfitt að að toppa þetta.

    Þetta fór næstum eins og ég hafði lagt upp með en þótt ég hafi fengið 7-2 tvisvar tókst mér ekki að gera neitt úr því…lenti alltaf á móti alvöru höndum og varð að gefa bjórstigin frá mér. En annars góð ferð hjá okkur úr firðinum 😉

    Það var nú lítið eftir að verðlaunaféinu þegar ég var búinn að borga barnapíunni og gera upp við frumburðinn (en ég þurfi að slá mér lán hjá honum til að geta keypt mig inn í kvöld þar sem lítið var að finna af seðlum í veskinu). En það var líka ánægjulegt að sjá nýjan mann taka inn $ í ár (Bóndinn er kominn á bragðið). Þá eru bara 2 sem eiga eftir að taka inn í ár (og einn sem lætur sjaldan sjá sig en er lang efstur í mínusstigasöfnunni).

    Það var góður hópur sem barðist um verlaunasætin og þegar komið var að bubble ég sat á móti Bóndanum, Hobbitanum og Pusa. Mér fannst ég vera þokkalega staddur en þegar ég skoðaði chippana betur var ég á tíma shortstack og blindir orðnir háir þannig að það var alveg möguleikinn á því að þeir tækju mig út og gaman að sjá sjaldséð andlit í toppbaráttunni.

    En flestir sem voru dottnir út voru sáttir við sína spilamennsku þannig að það voru allir “spila eins og menn”.

    • Já drengir það var gaman að fá ykkur í heimsòkn og jeg vill vinna ōll mìn stig á pòker verðleikum elli 🙂

      • Það er hægt að kjósa líka “vinsælasta gestgjafann” 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…