Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Kjötsúpumótið

Kjötsúpumótið

Eftir að hafa skolað matarmikilli kjötsúpu niður með tékkneskum Budweiser var gefið í spil. En áður en spilið hófst var gestgjafa, formanninum og afmælisbarninu færð vegleg afmælisgjöf, takk kærlega fyrir mig.

Spilað var eftir nýju fyrirkomulagi sem ég held að menn hafai bara verið nokkuð ánægðir með. Alla vega er ég sáttur við þessar breytingar og væri alveg til í að klára tímabilið með þessu fyrirkomulagi. Lomminn, Bósi og Pusi tóku allan sinn stakk í upphafi meðan hinir töldu heillavænlegra að geyma helminginn. Ólíkt því sem menn spáði lauk mótinu á svipuðum tíma og venjulega en sennilega voru fleiri lengur inni en vanalega. Eftir diss á þarsíðasta mótu um að klúbbmeðlimir væru að linast upp í drykkjunni hafa menn aðeins tekið sig á og enduðum við Mikkalingurinn á hverfispöbbnum þar sem við fengum okkur Tequila og Skrewdriver.

Bósi er back in business með sigri en Bótarinn hefur náð forystu í Bjólfsmeistaranum 2012. Enginn 72 leit dagsins ljós á mótinu og þar sem Logi mætti ekki verða 2.000 kr. á Bósa á næsta móti.

Þetta var mótið í máli…fyrir neðan er það í myndum.

Myndir

Ein athugasemd

  1. Gaman að heyra að menn tóku vel á því…enda hlaut að vera einhver skýring að úrslit voru ekki komin inná netið daginn eftir 😉

    Bósi virðist kunna vel við sig í þessu fyrirkomulagi, en hann stóð sig vel þegar við prófuðum þetta um daginn.

    Mikkalingurinn hefur spilað djarft og aðeins gleymt sér í minni fjarveru…eða kannski bara viljað hafa smá spennu í þessu og ekkert vera að taka afgerandi forystu 😉

    Bótarinn er vel kominn að því að leiða keppnina, enda eini maðurinn í efstu 3 sem hefur mætt á öll mót. Síðan er ekki langt í næstu menn og þetta á eftir að breytast á þessum síðustu 3 kvöldum sem eru eftir af þessu keppnisári. Verst hvað það er langt í næsta mót svona þegar maður missir af einu 😉

    Hamingjuóskir til Formannsins…en er ekki líka klúbburinn 2 ára núna um þessar mundir?

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…