Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Líkur á sigri: 100%

Ég hef undirbúið mig svo gríðarlega fyrir komandi mót að ég er farinn að vorkenna ykkur nú þegar. Til að þið verðið ekki rasskelltir illilega og niðurlægðir hef ég verið að gefa ykkur grundvöll til ykkar eigin undirbúnings, t.d. með Bók mánaðarins. Nú hef ég bætt í búið og veitt ykkur aðgang að grundvelli allra veðmála í póker, hvenær skal kalla og hvenær pakka? Umfjöllunina um líkur er að finna undir hjálparhöndin á stikunni.

Ekki slá hendinni á móti þessari hjálparhönd, því hún mun hjálpa þér að hitta á nokkrar hendur en þú þarft sem fyrr að vara þig á þeim sem er laus höndin. Þeim sem gera allt með hangandi hendi er hins vegar ekki viðbjargandi. Sjálfs er höndin hollust!

2 athugasemdir

  1. Hmmmm….of flókið fyrir mig…ætla bara að treysta og tilbiðja heppnina 😉

  2. Enn hefur bæst fingur við hjálparhöndina. Ég er farinn að líta á þetta sem undirbúningur meðlima Pókerklúbbsins Bjólfs fyrir ferðina til Vegas. Nú er getið þið skoðað samanburð á höndum fyrir flop.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…