Ljónsmót
Með Massann í casino í Berlín var enginn til að bjóða sig fram til að halda mótið og var því haldið á Rauða ljónið. Þó svo að skúrinn hjá Gísla sé alltaf góður er alltaf stemning að mæta á Ljónið í flotta aðstöðu en það hefur auðvitað svolítil áhrif á budduna að þurfa að versla á barnum og ekki sama umhyggja og gestrisni og þegar meðlimir eru sóttir heim (það má t.d. ekki vænta þess að breytt sé yfir þá sem komast ekki heim).
Einn gestur mætti á mótið en það var Palli hennar Lilju systur og það er ekki að spyrja að því að hann vann okkur alla auk þess að slá þússarann út en ákveðið var að þar sem hann er ekki meðlimur flyst þússarinn yfir á næsta mót. Hobbitinn var efstur Bjólfsmanna en þar sem hann skráði sig ekki til móts fékk hann 1 refsistig, líkt og Gummi, og fékk því 9 stig eins og Eiki og tókst þar með ekki að jafna Bótarann í M3.
Timbrið náði einum 7-2 sigri og með löngu móti í bústaðnum er ennþá möguleiki að ná Pusa.
Þetta var undarlega langt mót og enn undarlegra hvað við hengum lengi 4 inni. En það má breyta síðastu blindum í 15/30 (auðveldara að telja bara svarta 😉
Það voru nokkrar fleygar setningar sem að flugu…ég man þær bara ekki, en ein var á þá leið:
Skemmtileg mynd af Hobbitanum þar sem hann hafði misreiknað röðina sína eitthvað…virðst eiga við smá raðarblindu sem hann þarf að láta laga 😉
En annars er staðan en spennandi og nóg eftir, gaman að sjá að Eiki er kominn með jafn mörg til fyrir síðasta spil og Bjólfsmeistarinn 2011 fékk á síðasta tímabili þannig að það mun að öllum líkindum vera slegið stigamet.
Ha ha, já ég veit af þessu vandamáli en raðblinda er mjög algengt vandamál hjá Hobbitum ;).