Lomminn mætir með látum
Það var fríður hópur sem mætti til Iðnaðarmannsins í fyrsta kvöldið á 2017-2018 tímabilinu. Við skelltum í nýjan hægindastól í tilefni stórafmælis hjá Gestgjafanum og hittumst fyrr og fórum í mat.
Lomminn mætti sérstaklega og aldrei lognmolla í kringum hann, enda fór hann mikinn eins og honum einum er laginn og mætti segja að það hafi verið kominn góður lommi í hann þegar leið á kvöldið 😉 Ég sá hann fara hamförum í leikþættinum þegar Massinn sagði hann stórann þegar hann var í raun lítill og gat ekki hækkað pre-flop…K5K kom í boð og Lominn var fljótur að tékka enda hundfúll yfir að hafa ekki fengið hækka áður…Massinn tékkaði og 5 kemur í borð og Lominn leikur sama leik og Massinn tékkar líka…2 kemur á river og Lomminn hreytir “all-in” út úr sér sem endar á því að Massinn sér og Lominn sýnir 55 og því með fjórar fimmur…spurning hvort maðurinn sé ekki að fá Óskarverðlaunatilnefningu 😉
Ásinn var ekki lengi við en hann var eini maðurinn sem nældi sér í bjórstig og byrjar því efstur í Bjórmeistarakeppninni. Þónokkrir gerðu upp bjórinn inn og má sá það undir “Innkoma 2018” í Bókhaldinu (skv. mínum myndum voru það: Bótarinn, Lucky, Killerinn, Doktorinn, Robocop og Bóndinn sem gerðu upp…látið vita ef eitthvað vantar þar uppá)…og fínt að minna menn á að gera upp árgjaldið núna…ég ætla að ganga á eftir því á næstinni og setja upp sektir ef menn greiða ekki strax.
Stigagjöfin er nú breytt og mikilvægara en áður að mæta vel því föst stig eru 20 fyrir fyrsta sæti og telja svo niður, þannig að það verður erfitt að missa úr móti í ár…en við erum þó með breytingu með að OPEN mót gildi til hækkunar sem gæti hjálpað mönnum.
Stigataflan er nú uppfærð.
Góð byrjun á 8. árinu hjá okkur…næsta kvöld er 6. október og staðsetning er enn óljós, þið komið með athugasemdir ef þið viljið hýsa mót og endilega reynum að dreifa því á milli okkar og hvet menn til að bjóða á staði sem við höfum ekki komið áður.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…