Lucky Luke strikes again
Það er langt síðan við höfum spilað hjá Massanaum og sumir sem voru að stíga sín fyrstu skref um höllina sem er réttnefni fyrir einstaklega fallegar vistarverur Massans.
Timbrið mætti með mat fyrir spil og var tekið gott spjall fyrir bjór, pizzu & gosi áður en restin af félögunum safnaðist í hús.
Bjór & bjórstig
Eitthvað eru menn að gleyma sér að gera upp bjórskuldirnar sínar, en skv. bókhaldinu (sjá Innkoma 2013 flipann í Bókhaldinu) eiga Mikkalingurinn, Massinn, Heimir og Hobbitinn allir eftir að gera upp…
En þrátt fyrir að við spiluðum 10 við eitt borð þá komu tvö bjór stig í hús. Pusi kom og náði loksins sínu fyrsta bjórstigi en það mætti segja að stigið sem Logi tók hafði sett tóninn fyrir kvöldið þegar hann sagðist ætla að vera heppinn allur inn með 7♣2♥ á móti Bótaranum Á♠Q♠ og Mikkalingnum Á♦Á♣ en þeir voru nokkuð klárir á því að ég væri með bjórhöndina eftir stóra hækkun fyrir flopp. 7♦9♦10♦ á floppi gaf Loga par en ásarnir enn góðir hjá JV og hann líka með möguleikann á litnum með einum tígli í viðbót. 2♣ á turn breytti stöðunni í tvö pór á móti ásum og 5♣ bjargaði ekki ásunum og 7-2 tók stóran sigur og gaf Loga eitt stig í forystu í bjórkeppninni.
“Engin miskun”
Mikkalingurinn var í vanda staddur rétt fyrir hlé þegar hann var kominn með um 10þ chippa og átti 1500 eftir þegar að Logi sýndi enga miskun og setti hann allan inn þegar hann var búin með bæði re-buy og á hættu að detta út ef hann tapaði. Hann gat fátt annað en séð en þá var Logi með ásaparið sem tók þar sem fyrsta manninn út fyrir hlé.
Chippafjallið
Stór hluti af chippunum var kominn fyrir framan Loga þegar komið var að hléi.
Heimavöllurinn?
Heimavöllurinn var ekki að gera sig fyrir Massann og tók gestgjafinn næsta sætið.
Síðan féllu menn út einn af öðrum þangað til að 3 menn voru í baráttunni: Robocop, Timbrið og Logi og allir nokkkuð jafnir…bara spurning hver taka bubble og missa af verðlaunasæti þar sem við vorum bara 10 því Bósi mætti ekki (en það þarf 11 spilara til að 3. sætið gefi).
Baráttan um verðlaunasæti
Logi & Robocop tóku fyrstu stóru höndina þegar Logi illa haldinn með Á♦9♥ á móti Á♥10♦ hjá Robocop þegar floppið kom J♣Á♠4♥ og með 2♣ á turn var ekkert sem gat gefið Loga sigurinn nema nía og mætti ekki 9♣ á river til að tryggja honum góða stöðu eftir að hafa misst megnið af chippunum eftir hlé.
Robocop var næst allur inn á móti Timbrinu. Robocop var með Á♥Q♥ og floppið kom 5♣5♦3♥…turn 4♥ og Timbrið sýndi hús með 5♠4♣ og þó svo að 2♠ hafi gefið Rocobop röðina var það ekki nóg á móti húsinu og Robocop tók bubble sætið.
Lokahöndin
Í næstu hönd fer Logi allur inn með c.a. 140þ chippa á móti um 130þ hjá Timbrinu sem sér.
Logi er með Á♣Q♠ móti Á♦9♣ en engin nía kom til bjargar og borðið 6♥8♣5♣K♠Á♠ gaf Loga sigur í fyrstu kvöldi lokamótaraðarinnar og 4 stiga forystu á Bótarann í Bjólfsmeistarakeppninni.
Gaman að hittast fyrr og ná spjalli/pizzu og nú eru bara 3 vikur í næsta kvöld sem verður hjá Loga 21. mars og þurfa einhverjir að fara að taka sig á í meistarakeppninni sem og bjórkepnninni áður en tímabilið klárast…það eru 3 kvöld eftir og styttist óðfluga í bústaðinn.
HALLO HALLO!
Nú gengur þú of langt Logi.
Hvernig dettur þér til hug að rukka mig um þennan helvítis bjór núna fyrir utan það að ég er BÚINN að gera þetta upp við þig.
Ef ég ætti eftir að gera þetta upp þá gætir þú gleymt því að fá þetta eftir þetta einelti sem þú varst með í gær.
“Bjór
botarinn_med_72bjorskuldirMikkalingurinn og Hobbitinn gerðu upp bjórinn og hjálpuðu til við að tryggja góða drykkju hjá mér ;)”
Kveðja einn brjálaður 🙂
Þessi drykkja hefur verið það góð að ég gleymdi að færa þetta til bókar…en það mátti reyna 😉 Bið ykkur tvo höfðingja nú innilega afsökunar á þessu.
Allt skjafest og búið að leiðrétta bókhaldið.
Ég skynja Strandartind i uppsiglingu 😉
He he, þetta var líka helv. lúalegt að tvírukka menn…en undanfarin pókerkvöld hef ég drukkið meira af bjór en vandalega og klikkað eitthvað í bókhaldinu í framhaldinu.
Annars er nú alltaf verið að bíða eftir að Austurlandsdeildin verði að veruleika…spurning hvort það verði Standatindur…eða jafnvel Loðmundur (fóstbróðir Bjólfs)
Afsökunarbeiðni tekinn til greina 😉
Ég legg til að Logi fái viðurnefnið Lukku Láki þar sem lukkan virðist ávallt loða við félagann.
Já…styð það…þessi tvö síðustu kvöld hafa alveg neglt þetta við mig 😉