Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

M1 lokið

M1 lokið

Þá er stórskemmtilegri mótaröð lokið þar sem Eiki Bót, son of Bjössi í Bót, sigraði með jafnri og þéttri spilamennsku. Sem fyrr er þéttur pakki á toppnum og munar aðeins 3 stigum á fjórum efstu spilurunum – sjá stöðuna í heild.

Lokamótið í M1 bauð upp á skemmtileg “twist” með heimsókn ljósmyndara Séð og heyrt og ekki síst comebacki Bósa “clean-boy” Steinarssyni sem hefur nú ráðið sig hjá ISS. Ungi maðurinn í klúbbnum hafði orð á því að Bósi hafi komið til baka og gert lítið annað en að rífa kjaft en ég vill meina að Bósi hafi komið með heiðarleikann aftur inn í klúbbinn (ef við horfum fram hjá því þegar hann kíkti á spil Massans), auðveldar 1.500 kr. og skemmtilegar sögur og það er ekki hægt að biðja um mikið meira.

Mig langar að þakka Robocop fyrir heimboðið og Andra öðrum fremur fyrir sitt framlag í pottinn. Stefnt verður að því að halda næsta mót á Rauða Ljóninu. Að lokum langar mig að benda Iðnaðarmanninum á að lesa þetta hér. Þangað til næst, sjáumst í Séð og heyrt 😉

P.S. Haft var á orði á heimleiðinni að of langt væri á milli móta. Þó voru menn sammála um að ekki ætti að hrófla við mótafyrirkomulaginu, heldur reyna að henda inn mótum inn á milli. Þið hafið það á bak við eyrað að bjóða í mót sem telur ekki til stiga ef þið hafið tök á því.

8 athugasemdir

  1. Skemmtilegt lokakvöld, mönnum tókst að hanga merkilega lengi við borðið og lítið af sviptingum framan af. Ánægulegt að sjá nýjann mann kominn með ★ í meðlimalistanum og ekkert leiðinlegt að fá Bósann aftur (þó svo að ég dragi nú heiðarleika hans í efa 😉

  2. Já það er nauðsylegt að dreifa sigrunum. Það þarf nú meira en þetta til að ég dragi heiðarleika Bósa í efa 😉

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig myndirnar koma út í Séð og heyrt, vonandi lítur þetta ekki allt of illa út 😉

    Ég er að bíða eftir svari frá Ljóninu, læt ykkur vita. Við værum þá að tala um að borða saman fyrir mót.

    • Búinn að bóka Ljónið 2. des.

      Mótið byrjar kl. 20:00 og það verða örugglega tilboð á grillinu og barnum fyrir þá sem ætla að koma og borða á undan (sem er eina gjaldið fyrir salinn og vonast ég því eftir sem flestum).

      Nánar síðar um strúktúr mótsins, gæti breyst örlítið.

  3. Frábært að Ljónið sé bókað, ég er búinn að taka daginn frá og hlýt að ná að mæta fyrr í mat í ár.
    Það kemur vonandi góð frétt um þetta þegar nær dregur, einnig hvort megi bjóða mönnum að mæta, það ætti að vera nóg af mönnum sem bíða eftir að komast í klúbbinn og síðan vinum og kunningjum sem hægt er að bjóða.

    • Já já það koma ítarlegar upplýsingar þegar nær dregur en eins og í fyrra verður þetta opið mót fyrir vini og vandamenn Bjólfs.

      • Glæsilegt, ég ætla að reyna að ná einhverjum með í ár.

  4. Hótel Aldan er líka búin að gefa grænt ljós á jólamót Bjólfs sem é reikna með að verði 30. des.

  5. Alveg sorglegt hvað ég virðist aldrei ætla að ná móti heima…en það hlýtur að gerast á endanum.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…