M2 lokið
Þá er annarri mótaröð á þessu pókerári lokið. Það var Mikkalingurinn sem sigraði þessa mótaröð en Logi var sigurvegari kvöldsins og jafnaði þar með Mikkalinginn í keppninni um Bjólfsmeistarann 2012 auk þess að landa einum 7-2 sigri og sækir hart að Pusa í þeim leik (ekki alveg á það bætandi að mínu mati). Hægt er að kynna sér stöðuna á þar til gerðri síðu ef menn hafa einhvern áhuga á því.
Hvað mig persónulega varðar var þetta versta pókerkvöld sem ég hef átt og var þar um að kenna helvítis cash game-inu eftir mótið…en líklega mest áfenginu!
En framundan er ný mótaröð og nóg af stigum í pottinum og spilum í stokknum, það er bara spurning hvort það verði nóg að aurum í buddunni.
Loksins eru allir meðlimir bolaðir upp þegar Timbrið fékk sinn bol í hendur.
Skemmtilegt kvöld eins og alltaf í þessum félagsskap (þó svo að einhverjir hafi verið að efast um “alvöru strákaklúbb”…en það voru nú nokkrir harðir sem tóku vel á því og stóðu undir nafni…kannski ekki von að formaðurinn hafi ekki átt gott spil þegar hann var farinn að vitna í Duce-tvist regluna 😉
Þakka sérstaklega Iðnaðarmanninum fyrir heimboðið, ekki nóg með að hann býður heim heldur dró hann fram ýmsar eðalveigar yfir kvöldið, sannur greifi heim að sækja.
Það er heilmikil spenna í Bjólfsmeistaranum & 7-2 og nýtt mót á næsta leiti þar sem allt getur gerst…nú bíður maður spenntur í 4 vikur 😉
Já það var vel tekið á því í gær. Ég skil nú ekkert í ykkur að þekkja ekki til duce-tvist reglunnar 😉
Andri bauð vel að vanda og fengu sumir meira en aðrir, þá er ég ekki að tala um viskíið heldur sófann og bílinn sem er í bílastæðinu hjá mér 😀
Massin fær ekki stig fyrir kvöldið en Bjössi 2 fyrir að mæta ekki. Eitthvað hefur þetta skolast til hjá Ella í þokuni sem liggur yfir öllu hjá honum í dag 🙂
Mér sárnaði allt þetta tal um að þetta væri ekki alvöru strákaklúbbur og menn myndu ekki einu sinni detta almennilega í það lengur. Því ákvað ég að taka einn fyrir liðið og fá mér vel í aðra tána sem leiddu til þessarar innsláttarvillu sem hefur nú verið lagfærð 🙂
Ég átti nú ekkert von á að sjá nein úrslit hérna svona snemma…þannig að ef eitthvað var ekki rétt kemur það ekki að óvart…ágætt að allir $ voru á sínum stað og ekki verið settir á ís í þetta skiptið 😉