Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

M3 mót 3

M3 mót 3

Það var notarleg og þægileg stemning hjá Loga þar sem við vorum búnir að koma okkur þægilega fyrir í stofunni hjá honum og þakka ég honum fyrir móthaldið og meðlætið. Það var eitthvað um það að meðlimir fengu refsistig fyrir vankanta á skráningu og var Bóndinn sá eini sem slapp við refsingu af þeim sem mættu ekki.

Mótið gekk vel fyrir sig og fáar stórar uppákomur litu dagsins ljós þó menn hafi mátt þola slæma útreið stöku sinnum. Ég held þó að ekki hafi hallað á neinn hvað það varðar.

Fram að þessu hafði enginn Iðnaðarmaðurinn einungis fengið 72 (vann ekki) en menn fengu þessa hönd 5 eða 6 sinnum á þessu móti þó svo engum hafi tekist að vinna á hana og því standa enn allir jafnar um 72 bjóra fyrir lokamótið sem verður eftir þrjár vikur (21. maí).

Lomminn er kominn á kunnuglegar slóðir í keppninni um lokapottinn í mótaröð 3.

Meðfylgjandi mynd sýnir eitt af nokkrum skiptum sem Eiríkur bjargaði sér frjá því að vera sleginn út. Hann er allur inn með Á9 á móti Bósa sem hafði KJ. Floppið og turn-ið er:

5 J 5 5 og Bósi er kominn með fullt hús

River-ið er hins vegar Á og Eiki bjargar sér á hærra húsi.

12 athugasemdir

  1. Ég hafði ekki tíma til að uppfæra Bjólfsmeistarann en geri það síðar í dag.

    Logi, þú mátt henda inn myndinni af höndum Eika og Bósa í færsluna.

  2. Já þetta var mjög yfirvegað í gær. Skemmtilegt hvernig 72 reglan var farin að hafa áhrif á spilamennsku og hugsanagang hjá mönnum, enda til mikils að vinna.

    Nú er bara bústaðurinn e. 3 vikur. Nú þegar 7 búnir að skrá sig á lokamótið í bústaðnum og allt getur enn gerst, t.d. að Hr. Mojo mæti með Lady Luck uppá sína arma og Lucky Luke stelur mótinu og Bjólfsmeistaranum 2011 😉

  3. Uppfærð staða yfir Bjófsmeistarann er komin inn

  4. Það er spurning hvort menn láti ekki vaða á 2 og 7 við hvert tækifæri í bústaðnum enda til mikils að vinna.
    Takk fyrir $ í síðasta móti 🙂

    • Jú ég held að menn verði mjög graðir með 7-2, enda áttu þeir sem fengu þá hendi ekkert að fara illa með þær…en náðu bara ekki að sigra…það hlýtur einhver að gera atlögu í þennan pott enda jafnvel meira að vinna þar heldur en í lokapottinum 😉

      Vonandi fjárfestirðu vel í mínum $ hluta sem þú fékkst 😉

  5. Hef verið að finna bjór hér og þar eftir spilið…honum hefur öllum verið gerð góð skil 😉

  6. Síðan var arvik þegar að formaðurinn sýndi spilin sín og mótherjinn tók því sem pökkun. Þetta þarf að vera skýrt þannig að komi ekki aftur upp.

  7. Ég leitaði aðeins á veraldarvefnum og fann ekkert ítarlegra en reglan hér að neðan. Roberts Rules of Poker er víðtæk reglubók sem er að finna út um allt netið og geri ég ráð fyrir að hún sé notuð lang mest.

    Reglan segir að ekki sé leyfilegt að sýna spilin (nema tveir séu eftir í hönd). Ef spilari sýnir spilin má refsa h0num en höndin telst ekki ógild.

    Roberts Rules of Poker. Section 15 – Tournaments

    21. Showing cards from a live hand during the action injures the rights of other players still competing in an event, who wish to see contestants eliminated. A player may not show any cards during a deal (unless the event has only two remaining players). If a player deliberately shows a card, the player may be penalized (but his hand will not be ruled dead). Verbally stating one’s hand during the play may be penalized.

  8. Ég vildi bara sjá viðbrögðin hjá Mikkalingnum en það skipti ekki höfuðmáli í þetta skiptið þar sem ég átti aldrei mikla möguleika á að vinna með 27. Líklega má þetta almennt ekki þó svo höndin ógildist ekki við slíkt athæfi.

    Ég hef hins vegar sett inn reglu #12 í siðareglur Bjólfs þar sem segir til um að ef spilari sýnir holuspilin sín viljandi jafngildi það að pakka.

  9. Ég rakst á eitthvað video um daginn þ.s. þetta gerðist örugglega, amk var höndin hjá öðrum sýnileg…þarf að finna þetta aftur.

    Síðan er spurning með 72 regluna hvort það ættu ekki bara að vera hendur sem spilaðar eru áður en menn detta út? Þannig að allir sem mæta hafi jafnan möguleika. Þessi regla er mjög góð uppá að reyna að bæta mætinguna þ.s. þetta er fínn vinningur.

  10. Ég hef séð þetta með að sýna spilin án þess að folda en það var í cash game og þar gilda allt aðrar reglur.

    Ég skil ekki hvað þú átt við með 72 regluna. Áttu við að það sé nóg að spila höndina án þess að vinna á hana?

  11. Það gæti verið svoldið ósangjarnt að fá 72 þegar bara 2 eftir og ná að hræða hinn spilarann út þá. Þannig að prikum fyrir 72 væri bara safnað fyrsta klukkutímann á hverju móti þannig að sú keppni sé jöfn yfir þá sem mæta en ekki meiri líkur fyrir þá sem eru að ná lengra.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…