Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Merkingin komin

"Nýju" chipparnirLoksins eru límmiðarnir komnir og þetta lítur bara nokkuð vel út. Það er auðveldara og fljótlegra að setja þá á en ég bjóst við en mun samt taka smá tíma. Það er ánægjulegt að geta spilað með sérmerkta chippa á eins árs afmæli Bjólfs 🙂

15 athugasemdir

  1. Þarf ekki að skella upp auka single kvöldi til að hittast og líma miðana og taka smá upphitun með þá 😉

    • Ég væri þokkalega til í það enda hlýtur að fara að koma að sigri hjá mér. Þeir segja það í handboltanum að eftir því sem þú tapar fleiri leikjum styttist í næsta sigurleik 😉

      Ég giska á ca. 8 tíma vinnu fyrir einn að setja límmiðana á. Fínt að ná 8 í klukkutíma og taka svo stutt spil.

  2. Ég er til í allt.

  3. Get ekki beðið eftir að prufa sérmerkta chippana, enda er kallinn að ná sé á strik afturrrrrrrr
    (Bósi var svo heppinn að slá kallinn út síðast með 7 par en grísaði svo á röð sem hafði betur gegn 10 parinu mínu. Ég vill segja að þetta hafi verið óheiðarlegt af honum 🙂

  4. Það gengur þokkalega að merkja. Ég kominn niður í einn bakka á hálftíma og er búinn með 400 chippa 😉 Eins og ég segi koma þeir nokkuð vel út eru nú ekki fullkomnir. Þer líka bara pappírsafmæli núna. Við splæsum í sérmerkta og sérgerða chippa á 5 ára afmælinu 🙂

    Það spurning um að taka bara eitthvart virkt kvöld í ef menn eru spenntir að prófa aftur. Jafnvel cash game? Hvað segja menn, cash eða mót og virkt kvöld eða helgi?

    • Til í allt…en líklega er mót “vinalegra” 😉 Ég myndi kjósa helgi.

  5. Til í cash game svona til að breyta til.

  6. Ég segi eins og Logi og Bósi, ég er til í allt. Ég er líka sammála Mikkalingnum, það væri tilbreyting að fara í cash game en ég held að við ættum að setja e-ð hámark, t.d. 5.000 kall. Þar sem ég vinn bara þrjá daga í viku eftir hádegi skiptir mig ekki máli hvaða dag 😉

    Jón Valur heldur þú ekki bara cash game í skúrnum, þú ákveður bara dag og menn mæta sem komast?

    Ég heyrði að heimapókerklúbbar í Reykjavík væru mjög hrifnir af síðunni okkar, væru að skoða hana og benda öðrum á. Þetta á reyndar við gömlu síðuna en samt gaman að heyra 🙂

  7. Getum verið í skúrnum, borðið er klárt og peli á því eftir síðasta mót (vantar bara spilara)
    Hvað segja menn um að koma saman td.11/2 (Miðvikudagur)?
    Merkja og taka svo smá cash game? (Það er mun betra að hætta á góðum tíma ef við tökum cash)
    Látið vita hverjir eru klárir.

  8. Já það er góður punktur að menn geta hætt þegar þeir vilja í cash game en 11. febrúar er föstudagur.

  9. úps var með Janúar dagatalið. Hvað með 9/2 Miðvikudag?

  10. Ég er game þá

  11. Þetta kemur helvíti flott út. Ég hefði átt að taka þetta með mér á sjóinn og látta þrælana á vaktinni minni líma þetta á í staðinn fyrir að liggja hér dauðir í sofanum á milli kasta

  12. Bara að láta ykkur vita að ég er búinn að merkja 1094 chippa, sem gera 2188 límmiða 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…