Mikkalingurinn mætir með látum
Það var föngulegur hópur sem mætti til Lucky á föstudaginn og tóku annað kvöldið í annari mótaröðinni þar sem boðið var uppá 2 bjóra á krana: Rummungur og Litli Bjólfur sem báðir féllu vel í kramið hjá mönnum.
Mikkalingurinn var á siglingu og tók bjórstig og sigur á kvöldinu en Iðnaðarmaðurinn var í öðru sæti og heldur því enn 6 stiga forystu í Meistarakeppninni sem er nú meira en hálfnuð.
Ath. að ekki er búið að telja inn stig vegna Bjólfur OPEN til hækkunar, það verður jafnvel bara gert í bústaðnum til að auka á spennuna 😉
Mikkalingurinn er þá kominn með 2 bjórstig en nokkrir eru með eitt og er hann fyrstur þar.
Kepnnin í annari mótarðinni er æsispennandi þar sem Gummi nágranni er með 2ja stiga forystu á Iðnaðarmanninn og Lucky einu stigi þar á eftir og Mikkalingurinn einu stigi á eftir honum…þannig að næsta mót sem er síðasta kvöldið í þeirri mótaröð mun skera úr um hver tekur næstu stjörnu.
Mikkalingurinn hefur fengið sér nýjan bíl til að koma pókerborðinu fyrir…það er verið að skoða magnafslátt á Ford Focus station fyrir klúbbinn
Örfáar myndir:
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…