Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Mótaröð 2 lokið

Nú er annarri mótaröð af þremur á þessu pókerári lokið og var það hinn heiðarlegi Bósi sem vann hana. Massinn hafnaði í öðru sæti og Iðnaðarmaðurinn náði því þriðja. Það voru þrír jafnir að stigum í þriðja sæti og var sú regla því sett á, að þátttaka í færri mótum skilar meðlimur ofar í sæti. Þetta er í vissri mótsögn við markmið klúbbsins um að sem “flestir meðlimir hittist einu sinni í mánuði” þar sem mönnum er hampað fyrir að mæta sjaldnar í tilvikum sem þessum en það gefur auga leið það er ekki vænleg hernaðaráætlun að stíla inn á þetta og því ekki óeðlileg regla.

Iðnaðarmaðurinn vann þriðja og síðasta mótið í mótaröðinni og því verður bounty á hann næst þó svo að það verði í nýrri mótaröð. Það sem stendur helst upp úr þegar ég fer að hugsa um mótið er hvað ég drakk mikið af “góðu” kaffi og skolaði því niður með köldu öli, ég man þó að Iðnaðarmaðurinn vann á K10

Ég minni þá sem eiga eftir að láta Loga fá upplýsingar um bolinn að gera það sem fyrst.

10 athugasemdir

  1. Þið sem tókuð myndir megið endilega skella þeim inn á myndasíðuna.
    Gunni bóndi, vissir þú um einhvern sem er á leið frá USA? Hvenær?

  2. Já Ragga systir er í skóla úti, hún kemur heim í vor eða sumar, veit ekki alveg hvenar

  3. Sæll hr. formaður.
    Hvernig í andsk. setur maður myndir inn?
    Þarf eitthvað likilorð?

  4. Þetta kvöld var nú meira villta vestrið; jafn mikil óregla og í stjórnlagakostningum 😉

    En ég nú get sjálfum mér um kennt að folda ekki ÁJ þegar floppið er ÁJ3 … maður er víst ekki alltaf heppninn 😐

    Um að gera að uppfæra lýsinguna á Lokapottinum þannig að 3ja sætið sé útskýrt ef það fellur jafn. Mér finnst reynar fínt að hafa það þannig að sá sem hefur spilað sjaldnast á það, en ef menn eru jafnir þarf að liggja fyrir hvernig það er látið falla.

    Nú þurfa aðrir að fara að gera harðari atlögu að sigri í næsta móti þ.s. það eru bara 2 menn sem hafa tekið liðin mót. Hlakka til næsta móts þó það sé allt of langt í það.

  5. Já og ég með ÁQ og Gunnar Axel ÁQ. Þar með voru allir ásarnir í pottinum í floppinu…

    Það er linkur á myndaalbúmið hér til hægri. Þið skráið ykkur inn með emailinu ykkar og lykilorðið fenguð þið í pósti. Eftir innskráningu smellið þið á “user function” efst á síðunni til að setja inn myndaalbúm. Einnig er hægt að bæta myndum við tilbúið albúm með því að smella á “edit” á viðkomandi albúmi. Sendið mér póst ef ykkur vantar lykilorð.

  6. Nú eru öll mót kominn inn og hægt að skoða hvora mótaröð fyrir sig.

  7. Ein pæling varðandi þegar menn eru jafnir að stigum.

    Þegar ég skipulegg mót, reyni ég að miða við að hafa kostnað í lágmarki (t.d. add on og re-buy) og dreifa peningaverðlaunum meira heldur en minna.

    Hvernig líst mönnum á að ef margir verða jafnir lendir sá sem hefur unnið minnstan peninginn ofar í sæti?

  8. Svekkjandi ef sá sem var búinn að vinna smotterí missir af verðlaunum vegna þess. Hin sem tekur vinninginn gæti þá farið uppfyrir hann í vinningsfé. En þetta er ólíkleg staða, bara ákveða reglu svo ekki þurfi að skálda á staðnum. Ég styð síðasta comment.

  9. Já, ég veit. Ég er bara svo aumingjagóður hehe. Ég var búinn að setja inn reglu um þetta í gær neðst á Mótssíðunni en langaði bara að heyra hvað ykkur fyndist. Þar sem það eru bara við Logi sem höfum skoðun á þessu, ráðum við þessu 😉

  10. He he, “allskonar fyrir aumingja” 😉
    En það er bara besta mál að hampa þeim sem geta náð góðum árangri á færri mótum…sú regla hefði þurfa að vera á fyrir jöfn stig í fyrsta sæti þegar ég náði að jafna Bósa í 4-ra kvölda mótinu fyrrum daga =)

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…