Mótshaldarar gegnum árin og hugleiðingar
Í kjölfar umræðu tengda næsta móti kom aftur upp tillaga að því að mótshaldari ætti að fá eitthvað fyrir að halda mót… og ég dattí smá rannsókn og skellti svo inn einhverjum gömglum hugleiðingum 🙂
Þetta hefur komið upp gegnum árin, t.d. að mótshaldari borgi ekki innkaupsgjaldið. En núna kom (jafnvel aftur) upp hugmyndin að mótshaldari fengi tvöföld sig. Kannski full mikil ívilnun…og jafnvel bara eitt auka stig gæti verið full mikið þegar hvert stig skiptir máli og kannski stig ekki “besta” lausnin á þessu “vandamáli” 🙂
Ég tók undir að það væri skemmtilegt að vera með eitthvað fyrir þann sem býður heim…en var þá líka fljótt bent á að ég væri nú hlutdrægur þar (sem sá sem heldur oftast mót)…þannig að ég fór að hugsa hver hefði haldið oftast mót og fór í smá rannsókn (vantar reyndar 3 kvöld frá 2011 sem ég var ekki með alveg á hreinu hver hélt…en ekki ólíklegt að það hafi verið Massinn, Mikkalingurinn eða Lomminn þarna fyrir 12 árum). En miðað við allt sem ég fann:
Þannig að með gærkvöldinu er því ljóst að Gestgjafinn hefur oftast boðið heim og Lucky kemur stutt á eftir og ég klárlega hlutdrægur í þessu…en skemmtilegt að sjá að ég er ekki með flest heimboð. Þó svo að um gott skeið var alltaf sjálfgefið að detta inn hjá mér ef enginn bauð og náði einu sinni þremur kvöldum í röð árið 2018. En þetta hefur stórbatnað undanfarin ár og alltaf einhver tilbúinn að bjóða heim. En saman eiga Lucky og Iðnaðarmaðurinn heiðurinn af helmingi allra kvölda sem við höfum spilað og eiga hrós skilið og spurning hvort einhverjir nálgist þá á næstunni.
En aftur að hugmyndinni að gestgjafi fá eitthvað…einhverntíman var ég með hugmynd að hafa “merki” fyrir að bjóða heim…til að útskýra hvað merki er þá sögðum oft að það væri lauf (♣) fyrir þann sem landaði meistarasigri, þetta hefur ekki verið notað lengi (en má sjá t.d. á tilkynningarplaggi frá gamalli tilkynningu um tímabilsupphaf þar sem þetta er aðeins útskýrt að það sé lauf fyrir meistarann) og síðan stjarna (★) fyrir mótaröð…en mótaröð ætti kannski að vera frekar að vera eitt af spilamerkjunum t.d. spaði (♠) fyrir að vinna mótaröð og þrír spaðar í boði á tímabili.
Þá væri hægt að vera með hjarta (♥) fyrir að bjóða heim, þannig að menn fái hjörtu fyrir hvert skipti þeir bjóði heim þannig að það eru 7 hjörtu í boði á hverju tímabili.
Þá er bara tígull (♦) sem gæti verið fyrir eitthvað annað…jafnvel MVP eða spilari kvöldsins, spilari mótsins, eða einhver verðlaun sem kosið er um fyrir eitthvað…einhverkonar vinsældakosning…þar sem ákveðið mörg (eða eitt) væri í boði og kannski bara útdeilt í bústaðnum…eða eftir hvert mót (eða á hverju móti)…
En þá væru menn að safna sér þessum “merkjum” sem gætu verið litlar nælur sem menn gætu skellt í bolinn hjá sér…eða jafnvel frekar í húfuna þ.s. hún fer aldrei í þvott 😉 …svona eitthvað til að safna og aðra til að sjá á húfunum þegar menn sýna þetta 🙂
Þetta eru góðar pælingar og eitthvað sem Stjórnin þarf að taka til umræðu á Aðalfundi.